Erlent

Tyrkir vilja breyttar tillögur

Tyrkir hyggjast fara fram á breytingar á tillögum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðild Tyrkja að sambandinu. Tyrkir vilja að forsvarsmenn ESB útskýri af hverju aðildarviðræðurnar eigi að vera opnar fyrir breytingum og hyggjast leggja til að tillögunum verði breytt áður en ráðherraráð ESB kemur saman í desember, til þess að ákveða endanlega hvort hefja skuli aðildarviðræður við Tyrki og með hvaða hætti það verður gert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×