Fleiri fréttir Bresk stjórnvöld gefa ekki eftir Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, staðfesti í morgun að Bretar hyggðust hvorki greiða lausnargjald, né láta undan öðrum kröfum mannræningja Kenneth Bigleys til að fá hann lausan. Það yrði aðeins hvatning til mannræningja um að auka umsvif sín. 30.9.2004 00:01 St. Helen við það að gjósa? Bandaríska eldfjallið St. Helen gæti gosið þá og þegar. Bandarískir vísindamenn hafa sent frá sér viðvörun um að eldfjallið, sem er nærri Seattle í Washington, sé líklegt til að gjósa á næstunni. 30.9.2004 00:01 Umbætur í Noregi í kjölfar árásar Norska loftferðaeftirlitið hefur ákveðið að strax í dag skuli umbætur hafnar á þeim tuttugu og níu innanlandsflugvöllum af fjörutíu og sex þar sem ekkert öryggiseftirlit hefur verið til þessa. Þetta er gert í kjölfar þess að óður maður réðst á flugmenn með exi í innanlandsflugi í gær. 30.9.2004 00:01 Fyrstu kappræðurnar í kvöld Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna George W. Bush og Johns Kerrys fara fram í kvöld. Í nýjustu könnunum hefur Bush haft allt að átta prósentum meira fylgi en Kerry. Kappræður milli forsetaframbjóðenda hafa í gegnum tíðina oft haft nokkur áhrif á fylgi þeirra. 30.9.2004 00:01 Þrjátíu létust í sprengingum Allt að þrjátíu og þrír, bæði írakskir borgarar og bandarískir hermenn, létu lífið í tveimur sprengjutilræðum í suðurhluta Bagdads nú fyrir stundu. Sprengjurnar sprungu skammt frá bílalest bandarískra hermanna. Sú seinni sprakk þegar hermennirnir reyndu að aðstoða þá sem særðust í fyrstu sprengingunni. 30.9.2004 00:01 Rússar staðfesta Kyoto-bókunina Ríkisstjórn Rússlands staðfesti Kyoto-bókunina í morgun og þar með virðist sem þessi sjö ára gamli samningur muni loks hljóta fullgildingu sem alþjóðasáttmáli. Þessi staðfesting Rússa er gríðarlega mikilvægur áfangi í umhverfisvernd. 30.9.2004 00:01 Fimmtán létust í Japan Fimmtán létu lífið í Japan í flóðum og aurskriðum í kjölfar fellibyljarins Meari sem gekk yfir vesturhluta landsins í gær. Meari er áttundi fellibylurinn sem gengur á land í Japan á þessu ári en alls hafa um fimmtíu manns látið lífið í þessum óveðrum. 30.9.2004 00:01 41 liggur í valnum Fjörutíu og einn maður hið minnsta liggur í valnum eftir þrjú sprengjustilræði í Bagdad í Írak í morgun. Bandarískir hermenn í Írak verða að meðaltali fyrir um áttatíu árásum á degi hverjum. 30.9.2004 00:01 150 barnaníðingar handteknir Lögregla í Ástralíu hefur handtekið meira en 150 manns í stærstu lögregluaðgerð í sögu landsins gegn barnaklámi. Þeir eru allir grunaðir um framleiðslu, dreifingu og niðurhal á barnaklámi og einnig fyrir að hafa skipulagt ferðir fyrir barnaníðinga þar sem þeir gátu fengið útrás fyrir fýsnir sínar. 30.9.2004 00:01 Munu hlusta á mannræningja Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar segir að stjórnvöld séu viljug til að hlusta á kröfur mannræningja ef þeir snúa sér beint til þeirra, en að útilokað sé að greiða lausnargjald fyrir gísla líkt og talið er að ítölsk stjórnvöld hafi gert fyrir tvær ítalskar konur sem sleppt var úr haldi mannræningja í fyrradag. 30.9.2004 00:01 Kynmök við dýr leyfileg Dómsmálaráðherra Danmerkur vill ekki setja skilyrðislaust bann við af hafa kynmök við dýr. Þetta kemur fram í svari ráðherrans til Dýraverndunarsamtaka Danmerkur. 30.9.2004 00:01 Helmingur allra karla ákærður Réttarhöld yfir helmingi allra karla á Pitcairn-eyju hófust í dag. Mennirnir eru ákærðir fyrir nauðganir. Alls sitja sjö karlmenn á sakamannabekknum en íbúar á Pitcairn-eyju eru 47. Ákærurnar ná 40 ár aftur í tímann og átta konur bera vitni við réttarhöldin. 30.9.2004 00:01 34 börn hafa látist í dag Af þeim rúmlega fjörutíu sem látist hafa í sprengingum í Írak í dag eru þrjátíu og fjögur börn. Flest þeirra voru í námunda við bandaríska hermenn til að fá hjá þeim sælgæti. 139 særðust í tilræðunum, meirihlutinn börn. 30.9.2004 00:01 Með tíu gísla í haldi Íslamskur hópur sem kallar sig „Íslamskur her Íraks - herdeild vesturhéraðanna“ fullyrðir að hann hafi tíu gísla á valdi sínu. Sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi myndband frá hópnum í dag en hópurinn segist hafa tvær indónesískar konur, tvo Líbani og sex Íraka í haldi. 30.9.2004 00:01 Tugir barna létu lífið Fleiri börn féllu í sprengjuárás í Bagdad í gær en höfðu áður látist í einni árás frá því að innrásin í Írak hófst fyrir tæpu hálfu öðru ári síðan. Nær 50 manns létu lífið í þremur árásum í Bagdad. Flestir þeirra sem létust voru börn, 35 af þeim 46 sem létust. Að auki særðust rúmlega 200 manns, að sögn sjúkrahússtarfsfólks og hermálayfirvalda. 30.9.2004 00:01 Semja ekki um lausn gíslanna Bretar munu hvorki greiða lausnargjald né verða við kröfum um breytingar á stjórnarstefnu til að fá breska gíslinn Kenneth Bigley leystan úr haldi mannræningja í Írak. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði stjórnina ákveðna í að gefa ekkert eftir gagnvart mannræningjunum. 30.9.2004 00:01 Rússar staðfesta Kyotosáttmálann Rússar hafa ákveðið að staðfesta Kyoto-sáttmálann um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þar með aukast líkurnar á því að sáttmálinn frá 1997 taki gildi en til þess þurfa minnst 55 ríki sem bera ábyrgð á a.m.k. 55 prósentum af útblæstri gróðurhúsalofttegunda að staðfesta sáttmálann. 30.9.2004 00:01 Slapp með skrekkinn Fulltrúar á flokksþingi Verkamannaflokksins í Brighton samþykktu ályktun þar sem stuðningi er lýst við að breskt herlið verði áfram í Írak með stuðningi Sameinuðu þjóðanna og samþykki íraskra stjórnvalda. Mikill meirihluti þingfulltrúa samþykkti tillöguna með lófaklappi. 30.9.2004 00:01 Heimildir brjóta gegn stjórnarskrá Í annað sinn á skömmum tíma hefur fallið dómur þar sem svokölluð þjóðræknislög, sem Bandaríkjaþing samþykkti eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001, eru sögð brjóta gegn stjórnarskránni. Lögin veita bandarískum lögreglustofnunum víðtækar leitar- og eftirlitsheimildir sem dómarar segja ganga of nærri persónuvernd einstaklinganna. 30.9.2004 00:01 Vill berjast í Tsjetsjeníu "Ég ætla til Tsjetsjeníu til að berjast fyrir múslima. Múslimar eru ofsóttir í Tsjetsjeníu og Rússarnir fremja hryðjuverk gegn þeim," sagði Slimane Hadj Abderrahmane í viðtali við dönsku útvarpsstöðina DR-1. 30.9.2004 00:01 Segir Blair hafa logið Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, laug að almenningi í aðdraganda innrásarinnar í Írak, sagði Michael Howard, leiðtogi breskra íhaldsmanna, í viðtali við vikuritið New Statesman. Howard sagði bresku stjórnina hafa logið til um margt en að ekkert hefði dregið meira úr trausti almennings á valdhöfum en lygar um Írak. 30.9.2004 00:01 Endurskoða öryggisreglur Norsk flugmálayfirvöld og stjórnendur flugfélaga leituðu í gær leiða til að auka öryggi í innanlandsflugi, degi eftir að farþegaflugvél með níu manns innanborðs hafði nærri hrapað þegar farþegi réðist á flugmennina með öxi. 30.9.2004 00:01 Ræða geymslubúðir innflytjenda Dóms- og innanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins koma saman til fundar í dag til að ræða hugmyndir um að koma upp búðum þar sem ólöglegir innflytjendur verða vistaðir meðan fjallað er um mál þeirra. Þýski innanríkisráðherrann, Otto Schily, vill setja slíkar búðir upp í norðanverðri Afríku. 30.9.2004 00:01 Mesta mannfall í tvö ár Nær þrjátíu manns létu lífið í bardögum palestínskra vígamanna og ísraelskra hersveita. Ísraelskar hersveitir brutu sér leið langt inn í Jebaliya flóttamannabúðirnar á Gazaströndinni til að ráðast á palestínska vígamenn sem skutu eldflaugum að ísraelskum landnemabyggðum. 30.9.2004 00:01 Samkeppni við Google harðnar Bóksalinn Amazon opnaði fyrir skömmu nýja leitarvél á slóðinni a9.com. Leitin þar byggist á svipaðri tækni og Google. Viðmótið er einfalt en til viðbótar upplýsingum í textaformi sýnir leitarvél Amazon einnig þær myndir sem vélin finnur á vefnum og geta tengst leitinni. 30.9.2004 00:01 Allt getur gerst Allt getur gerst þó að kannanir vestan hafs gefi til kynna að George Bush hafi töluvert forskot á John Kerry í kapphlaupinu um Hvíta húsið. Aðeins þrjú málefni skipta sköpum í baráttunni, að sögn bandarísks sérfræðings í skoðanakönnunum. 30.9.2004 00:01 Alvarleg mistök skipta bara máli Kappræðurnar í Bandaríkjunum í kvöld skipta ekki meginmáli í kosningabaráttunni nema því aðeins að frambjóðendurnir geri alvarleg mistök. Þetta segir góðvinur Bush eldri sem staddur er hér á landi. Hann telur að Bush yngri hafi forskot í kosningabaráttunni vegna þess að hann sé einfaldlega viðkunnanlegri en Kerry. 30.9.2004 00:01 Skapbráður ráðamaður Vladimír Meciar, fyrrverandi forsætisráðherra Slóvavíku, réðst í gær á blaðaljósmyndara sem hugðist taka mynd af honum á sjúkrahúsi í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu. 30.9.2004 00:01 Blair með hjartakvilla Tony Blair forsætisráðherra Bretlands gengst í dag undir meðhöndlun á sjúkrahúsi vegna hjartsláttartruflana sem gerðu vart við sig hjá ráðherranum í gær. Blair tilkynnti sjálfur um veikindi sín í gærkvöldi, skömmu eftir að hann tók þátt í lokaathöfn landsþings Verkamannaflokksins. 30.9.2004 00:01 Blessun eða bölvun? Verðmætar náttúruauðlindir skipta sköpum hvernig einstökum ríkjum reiðir af efnahagslega. Margt bendir hins vegar til að því auðugri sem ríki eru af auðlindum þeim mun hættara er þeim við ólgu og átökum. </font /></b /> 30.9.2004 00:01 Dauðadómur yfir tilræðismönnunum Kveðinn var upp dauðadómur í Yemen í morgun yfir tveimur mönnum sem ákærðir voru fyrir aðild að árásinni á bandaríska tundurspillinn USS Cole. Hryðjuverkaárás þeirra var gerð árið 2000 en sautján bandarískir hermenn létust í sprengingunni. 29.9.2004 00:01 Olíuverð lækkar aftur Olíuverð hefur nú aðeins lækkað aftur eftir að hafa náð sögulegu hámarki á olíumarkaði í New York í gær. Verðið á olíudallinum komst hæst upp í 50,47 dollara en það er hæsta verð í tuttugu og eins árs sögu olíumarkaðar í New York. Verðið fór þó aftur niður fyrir fimmtíu dollarana og er komið í 49,90 sent. 29.9.2004 00:01 Gíslunum fagnað á Ítalíu Tvær ítalskar konur, sem haldið hefur verið í gíslingu í þrjár vikur í Írak, var mikið fagnað þegar þær komu heim til Ítalíu í gær. Konurnar eru hjálparstarfsmenn og voru þær afhentar Rauða krossinum í Bagdad áður en þær flugu heim til Rómar en þar tóku fjölskyldur þeirra á móti þeim. Báðar konurnar eru við góða heilsu. 29.9.2004 00:01 Líbía lofar að greiða skaðabætur Líbíustjórn hefur lofað að greiða fórnarlömbum hryðjuverkasprengingar í Berlín árið 1986 skaðabætur og segist hafa greitt fyrsta hluta þeirra. Lögfræðingar fórnarlambanna kannast hins vegar ekkert við að bætur hafi verið greiddar. 29.9.2004 00:01 Réðst á flugáhöfn með exi Norður-Afrískur maður gekk berserksgang í norskri flugvél í morgun. Hann réðst á áhöfn og farþega með exi þegar vélin hóf aðflug að flugvellinum í Bodö. Þrír voru fluttir á sjúkrahús með höfuðáverka eftir atganginn en þeir eru ekki alvarlega slasaðir. 29.9.2004 00:01 Frönskum gíslum sleppt? Milligöngumenn vonast til að semja um að tveimur frönskum gíslum í Írak verði sleppt fyrir vikulok. Þeir segjast nú einungis bíða þess að bandarískar hersveitir tryggi þeim leið í burtu. Allt annað sé til reiðu. 29.9.2004 00:01 Fraktskip haldlagt í Sádi-Arabíu Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa lagt hald á fraktskip sem flutti meira en fimm hundruð riffla og skotfæri til Súdan frá Jemen. Skipið kom inn í landhelgi Sádi-Arabíu fyrir síðustu helgi og var þá stöðvað. Sádar fylgjast vel með skipaumferð frá Jemen þar sem al-Kaída liðar eiga sér bækistöðvar. 29.9.2004 00:01 Lausnargjald skyggir á gleðina Sögusagnir um að lausnargjald hafi verið greitt skyggja á gleði Ítala vegna lausnar tveggja þarlendra gísla í Írak. Konurnar störfuðu báðar fyrir samtök tengd UNICEF og var þeim rænt í Bagdad í byrjun þessa mánaðar. 29.9.2004 00:01 Náttúruauðlindir bölvun? Verðmætar náttúruauðlindir skipta sköpum hvernig einstökum ríkjum reiðir af efnahagslega. Margt bendir hins vegar til að því auðugri sem ríki eru af auðlindum þeim mun hættara er þeim við ólgu og átökum. 29.9.2004 00:01 Christer Petterson látinn Christer Petterson, maðurinn sem grunaður var um langt árabil um að hafa myrt Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, lést í dag á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Petterson, sem var 57 ára, var árið 1989 fundinn sekur um að hafa myrt Palme þremur árum áður. 29.9.2004 00:01 Ætlaði að farga vélinni Maðurinn sem réðst á áhöfn og farþega norskrar flugvélar með exi í morgun ætlaði að farga vélinni. Hann æpti upp að hann ætlaði sér að keyra vélina til jarðar og eftir að hann hafði gert báða flugmennina óvirka lagðist hann á stjórnborðið þannig að vélin stefndi nánast lóðrétt til jarðar. 29.9.2004 00:01 Nýjar myndir af Bigley Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi í dag nýja myndbandsupptöku af Bretanum Ken Bigley sem mannræningjar í Írak hafa hótað að afhöfða. Á myndbandinu endurtekur Bigley, innilokaður í búri, kröfur mannræningja um að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, láti leysa kvenfanga í írökskum fangelsum úr haldi. 29.9.2004 00:01 Var fyrirmynd að Rocky Chuck Wepner, fyrrum þungavigtarmeistari í hnefaleikum, fékk í gær staðfest lögmæti lögsóknar hans á hendur kvikmyndaleikaranum Sylvester Stallone. 29.9.2004 00:01 Bílstjórar veittu enga hjálp Margir ökumenn keyrðu framhjá konu sem lá alvarlega slösuð á akrein í Sidcup í Bretlandi án þess að koma henni til aðstoðar. Sumir ökumannanna beygðu jafnvel yfir á næstu akrein til að keyra ekki á konuna en létu alveg vera að nema staðar til að huga að henni. 29.9.2004 00:01 Aftur út í geiminn SpaceShipOne varð fyrsta geimfarið, byggt alfarið af einkaaðilum án aðkomu ríkisvaldsins, til að fljúga tvisvar út í geiminn þegar því var flogið í rúmlega hundrað kílómetra hæð yfir jörðu. 29.9.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Bresk stjórnvöld gefa ekki eftir Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, staðfesti í morgun að Bretar hyggðust hvorki greiða lausnargjald, né láta undan öðrum kröfum mannræningja Kenneth Bigleys til að fá hann lausan. Það yrði aðeins hvatning til mannræningja um að auka umsvif sín. 30.9.2004 00:01
St. Helen við það að gjósa? Bandaríska eldfjallið St. Helen gæti gosið þá og þegar. Bandarískir vísindamenn hafa sent frá sér viðvörun um að eldfjallið, sem er nærri Seattle í Washington, sé líklegt til að gjósa á næstunni. 30.9.2004 00:01
Umbætur í Noregi í kjölfar árásar Norska loftferðaeftirlitið hefur ákveðið að strax í dag skuli umbætur hafnar á þeim tuttugu og níu innanlandsflugvöllum af fjörutíu og sex þar sem ekkert öryggiseftirlit hefur verið til þessa. Þetta er gert í kjölfar þess að óður maður réðst á flugmenn með exi í innanlandsflugi í gær. 30.9.2004 00:01
Fyrstu kappræðurnar í kvöld Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna George W. Bush og Johns Kerrys fara fram í kvöld. Í nýjustu könnunum hefur Bush haft allt að átta prósentum meira fylgi en Kerry. Kappræður milli forsetaframbjóðenda hafa í gegnum tíðina oft haft nokkur áhrif á fylgi þeirra. 30.9.2004 00:01
Þrjátíu létust í sprengingum Allt að þrjátíu og þrír, bæði írakskir borgarar og bandarískir hermenn, létu lífið í tveimur sprengjutilræðum í suðurhluta Bagdads nú fyrir stundu. Sprengjurnar sprungu skammt frá bílalest bandarískra hermanna. Sú seinni sprakk þegar hermennirnir reyndu að aðstoða þá sem særðust í fyrstu sprengingunni. 30.9.2004 00:01
Rússar staðfesta Kyoto-bókunina Ríkisstjórn Rússlands staðfesti Kyoto-bókunina í morgun og þar með virðist sem þessi sjö ára gamli samningur muni loks hljóta fullgildingu sem alþjóðasáttmáli. Þessi staðfesting Rússa er gríðarlega mikilvægur áfangi í umhverfisvernd. 30.9.2004 00:01
Fimmtán létust í Japan Fimmtán létu lífið í Japan í flóðum og aurskriðum í kjölfar fellibyljarins Meari sem gekk yfir vesturhluta landsins í gær. Meari er áttundi fellibylurinn sem gengur á land í Japan á þessu ári en alls hafa um fimmtíu manns látið lífið í þessum óveðrum. 30.9.2004 00:01
41 liggur í valnum Fjörutíu og einn maður hið minnsta liggur í valnum eftir þrjú sprengjustilræði í Bagdad í Írak í morgun. Bandarískir hermenn í Írak verða að meðaltali fyrir um áttatíu árásum á degi hverjum. 30.9.2004 00:01
150 barnaníðingar handteknir Lögregla í Ástralíu hefur handtekið meira en 150 manns í stærstu lögregluaðgerð í sögu landsins gegn barnaklámi. Þeir eru allir grunaðir um framleiðslu, dreifingu og niðurhal á barnaklámi og einnig fyrir að hafa skipulagt ferðir fyrir barnaníðinga þar sem þeir gátu fengið útrás fyrir fýsnir sínar. 30.9.2004 00:01
Munu hlusta á mannræningja Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar segir að stjórnvöld séu viljug til að hlusta á kröfur mannræningja ef þeir snúa sér beint til þeirra, en að útilokað sé að greiða lausnargjald fyrir gísla líkt og talið er að ítölsk stjórnvöld hafi gert fyrir tvær ítalskar konur sem sleppt var úr haldi mannræningja í fyrradag. 30.9.2004 00:01
Kynmök við dýr leyfileg Dómsmálaráðherra Danmerkur vill ekki setja skilyrðislaust bann við af hafa kynmök við dýr. Þetta kemur fram í svari ráðherrans til Dýraverndunarsamtaka Danmerkur. 30.9.2004 00:01
Helmingur allra karla ákærður Réttarhöld yfir helmingi allra karla á Pitcairn-eyju hófust í dag. Mennirnir eru ákærðir fyrir nauðganir. Alls sitja sjö karlmenn á sakamannabekknum en íbúar á Pitcairn-eyju eru 47. Ákærurnar ná 40 ár aftur í tímann og átta konur bera vitni við réttarhöldin. 30.9.2004 00:01
34 börn hafa látist í dag Af þeim rúmlega fjörutíu sem látist hafa í sprengingum í Írak í dag eru þrjátíu og fjögur börn. Flest þeirra voru í námunda við bandaríska hermenn til að fá hjá þeim sælgæti. 139 særðust í tilræðunum, meirihlutinn börn. 30.9.2004 00:01
Með tíu gísla í haldi Íslamskur hópur sem kallar sig „Íslamskur her Íraks - herdeild vesturhéraðanna“ fullyrðir að hann hafi tíu gísla á valdi sínu. Sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi myndband frá hópnum í dag en hópurinn segist hafa tvær indónesískar konur, tvo Líbani og sex Íraka í haldi. 30.9.2004 00:01
Tugir barna létu lífið Fleiri börn féllu í sprengjuárás í Bagdad í gær en höfðu áður látist í einni árás frá því að innrásin í Írak hófst fyrir tæpu hálfu öðru ári síðan. Nær 50 manns létu lífið í þremur árásum í Bagdad. Flestir þeirra sem létust voru börn, 35 af þeim 46 sem létust. Að auki særðust rúmlega 200 manns, að sögn sjúkrahússtarfsfólks og hermálayfirvalda. 30.9.2004 00:01
Semja ekki um lausn gíslanna Bretar munu hvorki greiða lausnargjald né verða við kröfum um breytingar á stjórnarstefnu til að fá breska gíslinn Kenneth Bigley leystan úr haldi mannræningja í Írak. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði stjórnina ákveðna í að gefa ekkert eftir gagnvart mannræningjunum. 30.9.2004 00:01
Rússar staðfesta Kyotosáttmálann Rússar hafa ákveðið að staðfesta Kyoto-sáttmálann um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þar með aukast líkurnar á því að sáttmálinn frá 1997 taki gildi en til þess þurfa minnst 55 ríki sem bera ábyrgð á a.m.k. 55 prósentum af útblæstri gróðurhúsalofttegunda að staðfesta sáttmálann. 30.9.2004 00:01
Slapp með skrekkinn Fulltrúar á flokksþingi Verkamannaflokksins í Brighton samþykktu ályktun þar sem stuðningi er lýst við að breskt herlið verði áfram í Írak með stuðningi Sameinuðu þjóðanna og samþykki íraskra stjórnvalda. Mikill meirihluti þingfulltrúa samþykkti tillöguna með lófaklappi. 30.9.2004 00:01
Heimildir brjóta gegn stjórnarskrá Í annað sinn á skömmum tíma hefur fallið dómur þar sem svokölluð þjóðræknislög, sem Bandaríkjaþing samþykkti eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001, eru sögð brjóta gegn stjórnarskránni. Lögin veita bandarískum lögreglustofnunum víðtækar leitar- og eftirlitsheimildir sem dómarar segja ganga of nærri persónuvernd einstaklinganna. 30.9.2004 00:01
Vill berjast í Tsjetsjeníu "Ég ætla til Tsjetsjeníu til að berjast fyrir múslima. Múslimar eru ofsóttir í Tsjetsjeníu og Rússarnir fremja hryðjuverk gegn þeim," sagði Slimane Hadj Abderrahmane í viðtali við dönsku útvarpsstöðina DR-1. 30.9.2004 00:01
Segir Blair hafa logið Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, laug að almenningi í aðdraganda innrásarinnar í Írak, sagði Michael Howard, leiðtogi breskra íhaldsmanna, í viðtali við vikuritið New Statesman. Howard sagði bresku stjórnina hafa logið til um margt en að ekkert hefði dregið meira úr trausti almennings á valdhöfum en lygar um Írak. 30.9.2004 00:01
Endurskoða öryggisreglur Norsk flugmálayfirvöld og stjórnendur flugfélaga leituðu í gær leiða til að auka öryggi í innanlandsflugi, degi eftir að farþegaflugvél með níu manns innanborðs hafði nærri hrapað þegar farþegi réðist á flugmennina með öxi. 30.9.2004 00:01
Ræða geymslubúðir innflytjenda Dóms- og innanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins koma saman til fundar í dag til að ræða hugmyndir um að koma upp búðum þar sem ólöglegir innflytjendur verða vistaðir meðan fjallað er um mál þeirra. Þýski innanríkisráðherrann, Otto Schily, vill setja slíkar búðir upp í norðanverðri Afríku. 30.9.2004 00:01
Mesta mannfall í tvö ár Nær þrjátíu manns létu lífið í bardögum palestínskra vígamanna og ísraelskra hersveita. Ísraelskar hersveitir brutu sér leið langt inn í Jebaliya flóttamannabúðirnar á Gazaströndinni til að ráðast á palestínska vígamenn sem skutu eldflaugum að ísraelskum landnemabyggðum. 30.9.2004 00:01
Samkeppni við Google harðnar Bóksalinn Amazon opnaði fyrir skömmu nýja leitarvél á slóðinni a9.com. Leitin þar byggist á svipaðri tækni og Google. Viðmótið er einfalt en til viðbótar upplýsingum í textaformi sýnir leitarvél Amazon einnig þær myndir sem vélin finnur á vefnum og geta tengst leitinni. 30.9.2004 00:01
Allt getur gerst Allt getur gerst þó að kannanir vestan hafs gefi til kynna að George Bush hafi töluvert forskot á John Kerry í kapphlaupinu um Hvíta húsið. Aðeins þrjú málefni skipta sköpum í baráttunni, að sögn bandarísks sérfræðings í skoðanakönnunum. 30.9.2004 00:01
Alvarleg mistök skipta bara máli Kappræðurnar í Bandaríkjunum í kvöld skipta ekki meginmáli í kosningabaráttunni nema því aðeins að frambjóðendurnir geri alvarleg mistök. Þetta segir góðvinur Bush eldri sem staddur er hér á landi. Hann telur að Bush yngri hafi forskot í kosningabaráttunni vegna þess að hann sé einfaldlega viðkunnanlegri en Kerry. 30.9.2004 00:01
Skapbráður ráðamaður Vladimír Meciar, fyrrverandi forsætisráðherra Slóvavíku, réðst í gær á blaðaljósmyndara sem hugðist taka mynd af honum á sjúkrahúsi í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu. 30.9.2004 00:01
Blair með hjartakvilla Tony Blair forsætisráðherra Bretlands gengst í dag undir meðhöndlun á sjúkrahúsi vegna hjartsláttartruflana sem gerðu vart við sig hjá ráðherranum í gær. Blair tilkynnti sjálfur um veikindi sín í gærkvöldi, skömmu eftir að hann tók þátt í lokaathöfn landsþings Verkamannaflokksins. 30.9.2004 00:01
Blessun eða bölvun? Verðmætar náttúruauðlindir skipta sköpum hvernig einstökum ríkjum reiðir af efnahagslega. Margt bendir hins vegar til að því auðugri sem ríki eru af auðlindum þeim mun hættara er þeim við ólgu og átökum. </font /></b /> 30.9.2004 00:01
Dauðadómur yfir tilræðismönnunum Kveðinn var upp dauðadómur í Yemen í morgun yfir tveimur mönnum sem ákærðir voru fyrir aðild að árásinni á bandaríska tundurspillinn USS Cole. Hryðjuverkaárás þeirra var gerð árið 2000 en sautján bandarískir hermenn létust í sprengingunni. 29.9.2004 00:01
Olíuverð lækkar aftur Olíuverð hefur nú aðeins lækkað aftur eftir að hafa náð sögulegu hámarki á olíumarkaði í New York í gær. Verðið á olíudallinum komst hæst upp í 50,47 dollara en það er hæsta verð í tuttugu og eins árs sögu olíumarkaðar í New York. Verðið fór þó aftur niður fyrir fimmtíu dollarana og er komið í 49,90 sent. 29.9.2004 00:01
Gíslunum fagnað á Ítalíu Tvær ítalskar konur, sem haldið hefur verið í gíslingu í þrjár vikur í Írak, var mikið fagnað þegar þær komu heim til Ítalíu í gær. Konurnar eru hjálparstarfsmenn og voru þær afhentar Rauða krossinum í Bagdad áður en þær flugu heim til Rómar en þar tóku fjölskyldur þeirra á móti þeim. Báðar konurnar eru við góða heilsu. 29.9.2004 00:01
Líbía lofar að greiða skaðabætur Líbíustjórn hefur lofað að greiða fórnarlömbum hryðjuverkasprengingar í Berlín árið 1986 skaðabætur og segist hafa greitt fyrsta hluta þeirra. Lögfræðingar fórnarlambanna kannast hins vegar ekkert við að bætur hafi verið greiddar. 29.9.2004 00:01
Réðst á flugáhöfn með exi Norður-Afrískur maður gekk berserksgang í norskri flugvél í morgun. Hann réðst á áhöfn og farþega með exi þegar vélin hóf aðflug að flugvellinum í Bodö. Þrír voru fluttir á sjúkrahús með höfuðáverka eftir atganginn en þeir eru ekki alvarlega slasaðir. 29.9.2004 00:01
Frönskum gíslum sleppt? Milligöngumenn vonast til að semja um að tveimur frönskum gíslum í Írak verði sleppt fyrir vikulok. Þeir segjast nú einungis bíða þess að bandarískar hersveitir tryggi þeim leið í burtu. Allt annað sé til reiðu. 29.9.2004 00:01
Fraktskip haldlagt í Sádi-Arabíu Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa lagt hald á fraktskip sem flutti meira en fimm hundruð riffla og skotfæri til Súdan frá Jemen. Skipið kom inn í landhelgi Sádi-Arabíu fyrir síðustu helgi og var þá stöðvað. Sádar fylgjast vel með skipaumferð frá Jemen þar sem al-Kaída liðar eiga sér bækistöðvar. 29.9.2004 00:01
Lausnargjald skyggir á gleðina Sögusagnir um að lausnargjald hafi verið greitt skyggja á gleði Ítala vegna lausnar tveggja þarlendra gísla í Írak. Konurnar störfuðu báðar fyrir samtök tengd UNICEF og var þeim rænt í Bagdad í byrjun þessa mánaðar. 29.9.2004 00:01
Náttúruauðlindir bölvun? Verðmætar náttúruauðlindir skipta sköpum hvernig einstökum ríkjum reiðir af efnahagslega. Margt bendir hins vegar til að því auðugri sem ríki eru af auðlindum þeim mun hættara er þeim við ólgu og átökum. 29.9.2004 00:01
Christer Petterson látinn Christer Petterson, maðurinn sem grunaður var um langt árabil um að hafa myrt Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, lést í dag á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Petterson, sem var 57 ára, var árið 1989 fundinn sekur um að hafa myrt Palme þremur árum áður. 29.9.2004 00:01
Ætlaði að farga vélinni Maðurinn sem réðst á áhöfn og farþega norskrar flugvélar með exi í morgun ætlaði að farga vélinni. Hann æpti upp að hann ætlaði sér að keyra vélina til jarðar og eftir að hann hafði gert báða flugmennina óvirka lagðist hann á stjórnborðið þannig að vélin stefndi nánast lóðrétt til jarðar. 29.9.2004 00:01
Nýjar myndir af Bigley Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi í dag nýja myndbandsupptöku af Bretanum Ken Bigley sem mannræningjar í Írak hafa hótað að afhöfða. Á myndbandinu endurtekur Bigley, innilokaður í búri, kröfur mannræningja um að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, láti leysa kvenfanga í írökskum fangelsum úr haldi. 29.9.2004 00:01
Var fyrirmynd að Rocky Chuck Wepner, fyrrum þungavigtarmeistari í hnefaleikum, fékk í gær staðfest lögmæti lögsóknar hans á hendur kvikmyndaleikaranum Sylvester Stallone. 29.9.2004 00:01
Bílstjórar veittu enga hjálp Margir ökumenn keyrðu framhjá konu sem lá alvarlega slösuð á akrein í Sidcup í Bretlandi án þess að koma henni til aðstoðar. Sumir ökumannanna beygðu jafnvel yfir á næstu akrein til að keyra ekki á konuna en létu alveg vera að nema staðar til að huga að henni. 29.9.2004 00:01
Aftur út í geiminn SpaceShipOne varð fyrsta geimfarið, byggt alfarið af einkaaðilum án aðkomu ríkisvaldsins, til að fljúga tvisvar út í geiminn þegar því var flogið í rúmlega hundrað kílómetra hæð yfir jörðu. 29.9.2004 00:01