Erlent

Olíuverkfall lamaði atvinnulífið

Olíuframleiðsla Nígeríu hélst óbreytt en athafnalíf í höfuðborginni Lagos var í lamasessi í gær á upphafsdegi fjögurra daga verkfalls. Tilgangur verkalýðsfélaga með verkfallinu er að knýja á um að bensínhækkun á innanlandsmarkaði verði dregin til baka. "Verkfallið er hafið, Nígeríubúar hafa sameinast um það," sagði Owei Lakemfa, talsmaður stærstu verkalýðshreyfingar Nígeríu, Launþegaþingsins. Chukwuemeka Chikelu upplýsingaráðherra sagði hins vegar að verkfallið hefði engin áhrif á olíuframleiðslu og undir það tóku stjórnendur olíufyrirtækja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×