Erlent

Óttast kóngulær meir en hryðjuverk

Það eina sem veldur hinum almenna Breta meiri ótta en hryðjuverkamenn er kóngulóin, sem þá óar við að finna skríðandi á heimili sínu. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir Universal-kvikmyndafyrirtækið í Bretlandi. Aðspurðir hvað þeir óttuðust mest sögðust flestir Bretar óttast kóngulær öðru fremur, hryðjuverkamenn voru í öðru sæti og snákar í þriðja sæti. Lofthræðsla hrjáir nógu marga til að komast í fjórða sæti og dauðinn er í fimmta sæti yfir það sem Bretar óttast mest.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×