Erlent

Deilt um stafsetningu evrunnar

Evran veldur nú deilum meðal aðildarríkja Evrópusambandsins, ekki þó vegna þess hvernig hún hefur reynst heldur hvernig eigi að stafsetja hana. Þegar samkomulag náðist um að taka upp evru á sínum tíma var jafnframt samið um að hún skyldi stafsett með sama hætti í öllum löndum sem tækju hana upp. Fimm ný aðildarríki eru hins vegar ósátt við að nota orðið euro og vilja nota eigin orð svo sem evro í Slóveníu og eiro í Lettlandi. Þetta sætta hin ríkin sig ekki við og reyna embættismenn aðildarríkjanna að leysa deiluna á fundi í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×