Erlent

Fékk Bush aðstoð?

í sjónvarpskappræðum George Bush og John Kerry þann 30. september sást móta fyrir einhverju sem líkist litlum kassa milli herðablaða Bush, og er hann sakaður um að hafa haft hjálparhellur í eyranu í kappræðunum. Fullyrðingarnar ganga eins og eldur í sinu á Internetinu, og nokkuð hefur verið fjallað um málið í blöðunum. Klæðskeri forsetans segir þetta einfaldlega saumana í jakkanum, og kosningastjórn Bush segist hlægja að þessum ásökunum. Ný könnun CNN fréttastofunnar sýnir að þó að fylgi Bush og Kerrys sé nú hnífjafnt, muni Bush hafa vinningin vegna kosningakerfisins sem er í Bandaríkjunum. Kjósendur eru í raun að kjósa kjörmenn sem velja forsetann, og fjöldi kjörmanna fer eftir íbúafjölda hvers ríkis. Samkvæmt könnun CNN mun Bush fá 301 kjörmann, en Kerry 237. Önnur og æsilegri könnun fer fram í búningaverslun á Manhattan, þar sem seldar eru Bush og Kerry grímur fyrir Hrekkjavöku. Sala á grímunum hefur í undanförnum kosningum verið skýr vísbending um hver sigrar og nú stendur Bush betur að vígi í grímusölunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×