Erlent

Kerry kominn með forskot

John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, hefur nú þriggja prósentustiga forskot á George Bush, forseta bandaríkjanna, samkvæmt skoðanakönnun Reuters og Zogby. Aðeins þrjár vikur eru til kosninga í bandaríkjunum og síðustu sjónvarpskappræður frambjóðandanna fara fram á miðvikudag. Kerry hefur samkvæmt þessari könnun haft forskot á Bush síðustu þrjá daga. Samkvæmt könnuninni nýtur Ralph Nader, sem margir demókratar saka um að draga úr stuðningi við Kerry, 1,7% fylgis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×