Erlent

Olían hækkar enn

Olíufatið fór í morgun yfir 50 dollara í Bretlandi í fyrsta skipti. Í Bandaríkjunum er olíuverð einnig í hámarki og var fatið á 53 dollara og 42 sent þar í morgun. Ekkert lát hefur verið á olíuhækkunum undanfarið, fyrst og fremst vegna samdráttar í framleiðslu og aukinnar eftirspurnar frá Kína og Bandaríkjunum. Sérfræðingar eru smeykir um að olíuverkfallið sem nú stendur yfir í Nigeríu muni valda því að verð á olíu rjúki enn frekar upp á næstu dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×