Erlent

Gerir sýklalyf krabbamein óvirkt?

Venjulegt fúkkalyf gerir krabbameinsfrumur í músum óvirkar og er vonast til þess að slíkt hið sama gildi um verkun lyfsins í mönnum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsókna vísindamanna við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. Mýs með krabbamein í lifur losnuðu við þjánir meinsins á meðan þær fengu lyfið, en krabbameinið vaknaði á ný um leið og inntöku þess var hætt. Vonast er til að niðurstöðurnar megi yfirfæra á krabbamein í brjóstum, blöðruhálsi og í nýrum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×