Erlent

Tyrkir óttast mismunun

Kröfurnar sem Evrópusambandið gerir til Tyrkja vegna viðræðna um aðild þeirra að sambandinu eru svo strangar að það er hægt að líta á þær sem mismunum, sagði Cemil Cicek, dómsmálaráðherra Tyrklands. Hann sagði fullyrðingar í skýrslu Evrópusambandsins um aðildarviðræður sem væru ósanngjarnar gagnvart Tyrkjum og þyrfti að útskýra betur. Í meðmælum framkvæmdastjórnar með aðildarviðræðum við Tyrki segir að þær ættu ef til vill að vera opnar í báða enda, sem Tyrkir túlka sem varnagla gegn því að veita þeim aðild.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×