Erlent

Karzai spáð stórsigri

Hamid Karzai, bráðabirgðaforseti Afganistans, vann yfirburðasigur í afgönsku forsetakosningunum á laugardag samkvæmt útgönguspá sem gerð var fyrir bandarísku samtökin International Republican Institute sem vinnur að útbreiðslu lýðræðis utan landamæra Bandaríkjanna. Samtökin gáfu ekki upp hversu stóran hluta atkvæða Karzai hefði fengið en sögðu að hann hefði fengið vel yfir helming atkvæða og að hann hefði 43 prósenta forskot á Yunus Qanooni sem kæmi honum næstur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×