Erlent

Með merkispjald í skólann

Grunnskólabörn í Moskvu munu framvegis þurfa að ganga með merkispjald, í ætt við þau sem sjá má á gæludýrum, þegar þau ganga til kennslustunda. Þá verður börnunum einnig gert að ganga með sérstök skilríki í vasanum. Á skilríkjunum kemur fram nafn barnsins, heimilisfang, símanúmer og blóðflokkur, en á merkispjaldinu verða fingraför þess og aðrar persónulegar upplýsingar. Allt á þetta að stuðla að auknu öryggi í grunnskólum, sem rússnesk stjórnvöld leggja nú allt kapp á, eftir harmleikinn í Beslan í byrjun september.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×