Erlent

Tvær rússneskar flugvélar farast

Tvær rússneskar farþegaþotur fórust í nótt með nokkurra mínútna millibili og er óttast að rekja megi það til hryðjuverka. Önnur vélin var með 43farþega innan borðs og hin með 46 farþega. Vélarnar tóku á loft frá Domodedovo-flugvelli í Moskvu með fjörutíu mínútna millibili en hurfu báðar af radarskjám á nánast sama augnabliki. Flugumferðarstjóri í Moskvu lét lögreglu vita að áhöfn annarar vélarinnar hafi virst verða fyrir árás skömmu áður, og sjónarvottar segjast hafa séð sprengingu í annarri hvorri vélinni. Öryggiseftirlit á flugvöllum í Rússlandi hefur þegar verið hert og opinber rannsókn stendur yfir. Það vekur athygli að vélarnar fórust dagin fyrir forsetakosningar í Tjetjeníu. Vélarnar, sem voru báðar af Tupulev-gerð, eru sagðar hafa verið í góðu ástandi, vel við haldið og áhafnir vanar. Brak beggja véla er fundið sem og svörtu kassarnir, sem innihalda upptökur af samskiptum áhafna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×