Erlent

Styður ekki bann

Varaforesti Bandaríkjanna, Dick Cheney, hefur lýst því yfir að hann styðji ekki bann við hjónabandi samkynhneigðra. Þetta er í andstöðu við afstöðu George Bush, segir á veffréttasíðu BBC. Cheney lýsti þessu yfir á fjöldafundi í Iowa þar sem einnig var stödd dóttir hans Mary, sem er lesbía. Cheney taldi að lög um hjónaband samkynhneigðra ættu að ákvarðast af hverju ríki fyrir sig en ekki af ríkisstjórninni í Washington. Hann sagðist hins vegar virða skoðanir forsetans en andstaða hans við hjónaband samkynhneigðra er vel þekkt. Forsetinn studdi fyrir stuttu tillögu um að banna hjónabönd samkynhneigðra í öllum ríkjum Bandaríkjanna, en sum ríki innan þess höfðu leyft slíkan ráðahag. Tillagan var felld þar sem öldungadeildarþingmenn Repúbilikana studdu Deómkrata í málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×