Fleiri fréttir

Ættingjum varnarmálaráðherra rænt

Uppreisnarmenn hafa rænt tveimur ættingjum írakska varnarmálaráðherrans, Hazim al-Shalaan. Þeir krefjast þess að her Bandaríkjanna hverfi frá heilögu borginni Najaf. Þetta kom fram á sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera í dag.

Hörð viðbrögð við auglýsingum

Ósvífnar auglýsingar, þar sem því er haldið fram að John Kerry hafi logið til um herþjónustu sína í Víetnam, hafa vakið hörð viðbrögð og deilur í Bandaríkjunum. Háttsettur kosningastjóri Bush forseta sagði í dag af sér vegna tengsla við þá sem gerðu auglýsingarnar.

Cheney ósammála Bush

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, er ósammála George W. Bush forseta um að banna eigi hjónabönd samkynhneigðra. Dóttir Cheney er samkynhneigð.

Krefst afsagnar Rumsfeld

<p>John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, krefst afsagnar Donalds Rumsfeld varnarmálaráðherra.

Tilræði við írakska ráðherra

Fjórir lífverðir umhverfismálaráðherra Íraks fórust í sjálfsmorðsárás í morgun. Talið er að um tilræði við ráðherrann hafi verið að ræða en hann slapp ómeiddur.

Bardagar geisa áfram í Najaf

Bardagar geisa áfram í Írak eftir loftárásir Bandaríkjamanna á skæruliðasveitir úr röðum sjíta í Najaf í gær. Árásirnar voru gerðar nærri Imam Ali grafhýsinu sem hefur verið á valdi Mehdi-sveita Muqtada al-Sadr. Bandaríkjamenn ætla sér með árásunum að brjóta niður þá andstöðu sem verið hefur í landinu. Sprengjubrot lentu á grafhýsinu og ollu einhverjum skemmdum.</font />

Til að tefja rannsókn bankaráns?

Ræningjarnir sem frömdu bankaránið í Stafangri í Noregi í vor eru nú sagðir hafa skipað fyrir um ránið á Munch-málverkunum sem rænt var á sunnudaginn. Sjónvarpsstöðin TV-2 hefur heimildir fyrir þessu.

Flokksþing repúblikana nálgast

Flokksþing rebúblikana hefst eftir viku í New York. Talið er að yfir fimmtíu þúsund fulltrúar frá öllum Bandaríkjunum muni taka þátt. Yfirvöld telja að andstæðingar Bush-stjórnarinnar muni fjölmenna og að fjöldi þeirra geti farið allt upp í tvö hundruð og fimmtíu þúsund.

Bush fordæmir auglýsingar hermanna

George Bush Bandaríkjaforseti fordæmdi í gær auglýsingar hóps fyrrverandi hermanna í Víetnam þar sem því er haldið fram að John Kerry hafi logið til um framgöngu sína í stríðinu. Bush sagði auglýsingarnar vondar fyrir kerfið en demókratar segja orð hans ekki ganga nógu langt og koma of seint.

Fischer vísað frá Japan

Stjórnvöld í Japan hafa ákveðið að vísa Bobby Fischer úr landi og hefur fyrirskipum þess efnis þegar verið undirrituð. Embættismaður í útlendingaeftirliti Japans sagði að honum hefði verið kynnt þessi niðurstaða.

Varnarmálaráðherra hótar stórárás

Varnarmálaráðherra Íraks hvatti í dag sjíta-múslima í Najaf til að leggja niður vopn, ella yrðu þeir stráfelldir í stórárás síðar í dag.

Lykilhlutverk í mótun Evrópu

„Opinber fjölmiðlun gegnir lykilhlutverki í mótun Evrópu nú sem endranær,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá ráðstefnu EURO-MEI, Sambands starfsfólks í fjölmiðlum, skemmtanaiðnaði og menningargeiranum, sem haldin var í Prag í lok júní. Frá þessu greinir í fréttatilkynningu frá BSRB.

Reiðubúnir að gefast upp

Fylgismenn sjíta-klerksins Muqtada al-Sadrs, sem barist hafa við bandaríska og írakska hermenn í Najaf undanfarnar vikur, segjast reiðubúnir að gefast upp og binda þannig enda á hið gífurlega mannfall sem átt hefur sér stað í borginni að undanförnu.

Réttað yfir bílstjóra bin Laden

Salim Ahmed Hamdan, fyrrum lífvörður og bílstjóri Osama bin Laden verður fyrsti maðurinn sem réttað verður yfir úr fangelsinu við Guantanamo flóa.

Hersveitir sækja að al-Sadr

Bandarískar og íraskar hersveitir hafa umkringt grafreit í borginni Najaf þar sem stuðningsmenn sjíta-klerksins Muqtada al-Sadr halda til. Varnarmálaráðherra Íraks hefur gefið skæruliðum við grafreitinn síðasta tækifærið til að gefast upp, ella verði þeir þurrkaðir út af herafla Bandaríkjanna og Írak. 

Sharon gagnrýndur úr eigin röðum

Dómsmálaráðherra Ísraels hvatti Ísraelsstjórn í gær til að laga áætlanir sínar um landnemabyggðir að alþjóðlegum ályktunum. Þetta þykir til marks um að Ísraelsstjórn sé berskjaldaðri en áður fyrir gagnrýni utan frá, sérstaklega eftir að alþjóðadómstóll úrskurðaði að aðskilnaðarmúrinn sem verið er að reisa sé ólöglegur.

Kerry sakar Bush um hræðsluáróður

John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, sakar George Bush Bandaríkjaforseta um að reka hræðslu- og óhróðursherferð gegn sér.

Bretar ósammála Bandaríkjamönnum

Gjá hefur myndast í fyrsta sinn milli breskra og bandarískra stjórnvalda vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Hafa bresk stjórnvöld tekið sömu afstöðu og aðrar þjóðir Evrópu og gagnrýnt framferði Ísraelsstjórnar á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu.

Loftárásir í kringum moskuna

Enn á ný geisuðu harðir bardagar í Najaf í Írak í nótt. Bandaríkjaher gerði ítrekaðar loftárásir á svæðið í kringum Imam Ali moskuna þar sem skæruliðar, hliðhollir Muqtada al-Sadr, halda til. Skriðdrekar eru sagðir í um átta hundruð metra fjarlægð frá moskunni og hafa fregnir borist af því að skotið hafi verið á moskuna.

Gísl sleppt í Írak

Bandarískum blaðamanni, Micah Geran, sem verið hefur í haldi mannræningja í Nassiríja í Írak, var sleppt úr haldi seint í gær. Honum var rænt þrettánda ágúst síðastliðinn og er hann sagður vel á sig kominn.

Olíuverð á svipuðu reiki

Olíuverð er á svipuðu reiki og fyrir helgi en seint á föstudag lækkaði það skyndilega um tæp níutíu sent, var 47,86 sent á fatið. Sérfræðingar töldu þá allar líkur á að verðið færi yfir fimmtíu dollara og segja þeir þá spá enn í gildi. Verðið hefur hækkað lítillega í morgun.

Málverka Munchs enn leitað

Enn hefur hvorki fundist tangur né tetur af ræningjunum sem gengu með tvö þekktustu málverk Edvards Munchs, Ópið og Madonnu, út úr listasafni hans í Ósló í gær. Ræningjarnir hafa heldur ekki haft samband til yfirvöld til að krefjast lausnargjalds, eins og búist var við.

Ísraelar byggja í landnemabyggðum

Ísraelar byggja nú hundrað ný heimili í landnemabyggðum á svæði Palestínumanna úti fyrir Jerúsalem. Framkvæmdirnar hafa valdið nokkurri ólgu meðal Palestínumanna sem sökuðu bandarísk stjórnvöld í gær um að ganga þvert á samþykktir um friðarferli í Miðausturlöndunum með því að samþykkja stækkun á landnemabyggðunum.

Olíuverð hækkar aftur

Olíuverð hækkaði í morgun eftir að hafa lækkað skyndilega um tæp níutíu sent skömmu áður en viðskiptum lauk á föstudag. Sérfræðingar töldu þá allar líkur á að verðið færi yfir fimmtíu dollara og segja þeir þá spá enn í gildi.

Meintur morðingi framseldur

Meintur morðingi Zorans Djindjic, forsætisráðherra Serbíu, verður framseldur frá Grikklandi til Serbíu von bráðar. Dejan Milenkovic var handtekinn í Þessalóniku á Grikklandi fyrr á þessu ári en hann er talinn lykilmaður innan mafíuhóps sem talinn er bera ábyrgð á morðinu á Djindjic.

Harka og ósvífni í kapphlaupinu

Harka og ósvífni er komin í forsetakapphlaupið í Bandaríkjunum. Hópar sem tengjast Bush forseta saka John Kerry um að ljúga til um hetjudáðir í Víetnamstríðinu og gefa í skyn að hann sé engin stríðshetja. Kerry segir þetta skítkast úr herbúðum forsetans.

Líklega góðkunningjar lögreglu

Lögreglan í Ósló er engu nær um felustað mannanna sem rændu tveimur þekktustu málverkum Edvards Munchs af safni í Ósló í gær. Þó er talið að ekki séu fagmenn á ferð heldur svokallaðir góðkunningjar lögreglu.

Moskan á valdi skæruliðanna

Barist er í nánd við Imam Ali moskuna í Najaf í Írak sem er enn á valdi Mehdi-skæruliðasveita Muqtada al-Sadrs. Nokkur óvissa hefur ríkt um hvernig ástandið í Najaf væri í raun og veru og á hvers valdi Imam Ali moskan væri.

Yfir 500 íbúðir verða reistar

Ísraelar reisa nú hundrað og tuttugu íbúðir í landnemabyggðum á landssvæðum Palestínumanna í nágrenni Jerúsalem. Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar er stefnt að því að reisa yfir fimm hundruð íbúðir á svæðinu. Bandaríkjastjórn er sögð hafa veitt óformlegt leyfi fyrir þessu.

Vill réttarhöldin frá Bagdad

Bandarískur hermaður sem ákærður er fyrir pyntingar og kynferðislega niðurlægingu á írökskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu hefur óskað eftir því að réttarhöldin verði færð frá Bagdad. Hermaðurinn, Charles Graner að nafni, segist ekki eiga möguleika á sanngjörnum réttarhöldum í íröksku höfuðborginni og bar þessa ósk því fram í dag.

Málverkin einhvers staðar í Ósló

Norska lögreglan telur að málverkunum sem stolið var úr Munch-safninu í Ósló í gær hafi verið komið fyrir einhvers staðar í borginni. Tveir vopnaðir menn höfðu útgáfur af frægustu verkum Munchs á brott með sér í gærmorgun, Ópinu og Madonnu. Tugir gesta voru í safninu á þessum tíma og hafa þeir gefið þann vitnisburð að mennirnir hafi borið sig klaufalega.

Þrettán Nepölum rænt í Írak

Þrettán nepölskum ríkisborgurum var rænt í Írak í dag að því er nepalska utanríkisráðuneytið tilkynnti fyrir stundu. Fólkið er allt starfsmenn jórdansks fyrirtækis og hafði verið sent á þess vegum til Íraks til að vinna. Að sögn nepalska utanríkisráðuneytisins var því rænt þegar það var að stíga upp í bifreið, stuttu eftir komuna til landsins. </font />

Fellibylur ógnar Taívan

Líkur eru á að fellibylur gangi yfir Taívan á næstu dögum með tilheyrandi flóðum og aurskriðum. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að loka öllum skólum, fjármálamörkuðum og fyrirtækjum í höfuðborginni Taípei og fleiri stöðum í norðvesturhluta landsins á morgun.

Stór eiturlyfjabarón handtekinn

Mexíkóska lögreglan hefur handtekið eiturlyfjabarón þar í landi sem grunaður er um að standa fyrir smygli á u.þ.b. helmingi þess magns eiturlyfja sem smyglað er árlega til Bandaríkjanna frá Mexíkó.

Al-Sadr farinn frá Najaf

Muqtada al-Sadr er farinn frá Najaf. Reyndar segir lögreglustjórinn í borginni að hann hafi farið úr Imam Ali moskunni fyrir rúmri viku. Mehdi-hersveitir hans berjast samt áfram og hafa í dag tekist á við bandaríska og írakska hermenn í návígi. Sjónarvottar segja bardagana þá hörðustu síðan átök blossuðu upp í borginni fyrir þremur vikum.

Myndirnar ekki bannaðar

Myndir sem sýna bandaríska hermenn níðast á föngum í herfangelsum í Írak verða ekki bannaðar. Lögmenn hermannanna fóru þó fram á það við frumréttarhöld í Þýskalandi í dag.

Nýjar byggingar í landnemabyggðum

Stjórnvöld í Ísrael tilkynntu í gær að þau munu reisa rúmlega 500 byggingar á Vesturbakkanum, til viðbótar við þúsund nýbyggingar sem einnig munu rísa í landnemabyggðum. Þá kunngjörðu þau að smíði aðskilnaðarmúrsins ljúki ekki fyrr en árið 2005, ári á eftir áætlun. 

Bush fordæmir rógsherferð

George W. Bush Bandaríkjaforseti fordæmir sjónvarpsauglýsingar frá einkaaðilum sem gera lítið úr honum eða John Kerry, mótframbjóðanda sínum. Hann hvetur fólk til að láta af slíkum rógi og segir þetta slæmt fyrir kosningarnar.

Hörmungarnar í Darfúr gætu aukist

Farsóttir gætu aukið enn hörmungar flóttamanna frá Darfur-héraði í Súdan. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um bætt ástand eru skæruliðasveitir stjórnvalda enn sagðar á kreiki í Darfur.

Dómsmálaráðherra sýnt banatilræði

Fjórir létust og átta særðust þegar dómsmálaráðherra Íraks var sýnt banatilræði. Sjálfsmorðsárás var gerð á bílalest ráðherrans í í Bagdad, en hann slapp ómeiddur. Hryðjuverkasamtök Jórdanans al-Zarqawi, hafa lýst sig ábyrg fyrir sprengingunni.

18 létust á útifundi í Bangladesh

Að minnsta kosti 18 léstust þegar sprengjur sprungu á útifundi í Bangladesh seint í gærkvöldi. Fyrrverandi forsætisráðherra landsins Hasina Wajed var í aðalhlutverki á fundinum og taliðað árásin hafi beinst að henni. Um 300 manns særðust í árásinni.

Enn kom til átaka í Najaf

Að minnsta kosti 40 létust í gær í við borgina Najaf þegar til átaka kom milli herskárra sjíta-múslima og bandarísks herliðs. Átökin áttu sér stað í nálægum bæ, Kufa, sem er einn af mörgum stöðum þar sem sjíta-múslimar sem eru stuðningsmenn róttæka herklerksins Moqtada al-Sadr, hafa gert uppreisn.

Ópi Munchs rænt

Málverkin, Ópið og Maddonna, sem rænt var úr Munch safninu í Osló í dag, eru svo þekkt að ómögulegt verður fyrir þjófana að selja þau, segja listasérfræðingar. Það er því talið líklegt að ræningjarnir muni fara fram á lausnargjald fyrir málverkin.

Lögreglan í viðbragðsstöðu

Írakska lögreglan er í viðbragðsstöðu komi til þess að írakski forsætisráðherrann krefjist þess að þeir taki Imam Ali moskuna í borginni Najaf með valdi. Enn hafa liðmenn uppreisnarklerksins Moqtada al-Sadr moskuna á sínu valdi.

Gyðingahatur færist í vöxt

Brennuvargar brenndu athvarf í gyðingahverfi í París í morgun, þá voru hakakrossar málaðir á veggi þess. Forseti Frakklands, Jacques Chirac, hefur fordæmt verknaðinn. Þetta er ein margra árása sem gerðar hafa verið á samfélag gyðinga að undanförnu.

Sjá næstu 50 fréttir