Erlent

Hringdi fyrir 2 milljónir

Írakskur hreingerningamaður fór á hreint símafyllerí, eftir að hann stal síma úr skóla sem hann var að þrífa, í Osló, meðan sumarfrí stóð yfir. Á fimm vikum hringdi hann fyrir sem svarar tveim milljónum íslenskra króna, aðallega til heimalandsins. Þjófnaðurinn uppgötvaðist ekki fyrr en skólinn fékk þennan risareikning. Lögreglurannsókn leiddi í ljós að símaþjófurinn hafði hringt upp í 100 símtöl á sólarhring, á öllum tímum sólarhringsins. Hann hefur nú verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi, og til þess að borga símreikninginn sjálfur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×