Erlent

Thatcher í fangelsi í Höfðaborg

Lögreglan í Suður-Afríku segist hafa sannanir fyrir því að Mark Thatcher, sonur Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hafi aðstoðað við að fjármagna valdarán í Afríkuríkinu Miðbaugs Gíneu. Thatcher er nú í fangelsi í Höfðaborg, í Suður-Afríku. Miðbaugs Gínea er auðugt af olíu og því eftir miklu að slægjast við að ná völdum þar. Í mars síðastliðnum voru yfir sextíu málaliðar teknir höndum þegar flugvél þeirra lenti í Zimbabwe, á leið til Gíneu. 84 menn eru nú fyrir rétti, í Zimbabwe og Miðbaugs Gíneu, vegna meintrar valdaránstilraunar. Næstu dagar munu leiða í ljóst hvort Mark Thatcher verði þeirra á meðal.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×