Erlent

Olíuverð fer lækkandi

Olíuverð fer nú lækkandi og virðist sem taugaveiklun á markaði ráði ekki lengur ferð. Fatið kostar nú ríflega 45 dollara og í ljósi þess að olíuútflutningur frá Írak er nú kominn í eðlilegt horf eru taldar litlar líkur á hækkun. Sérfræðingar segja enn fremur að yfirlýsingar frá Seðlabanka Bandaríkjanna þess efnis, að hátt olíuverð stefndi ekki efnahagsbata vestanhafs í hættu, hafi dregið úr spennu. Sérfræðingarnir hafa þó nokkrar áhyggjur af flugslysunum í Rússlandi í morgun og því hvort um hryðjuverk hafi verið að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×