Erlent

Neita aðild að flugslysi

Talsmaður helsta skæruliðahóps Tsjetsjeníu, segir að þeir hafi hvergi komið nærri, þegar tvær rússneskar farþegavélar fórust, með nokkurra mínútna millibili, í dag. 89 manns létu lífið. Fréttir af þessum atburði, frá Rússlandi, eru mjög misvísandi. Ekki hefur fengist staðfest að flugmenn annarar vélarinnar hafi sent út neyðarkall, þar sem þeir sögðu að farþegar væru að ráðast inn í stjórnklefann. Vladimir Putin, forseti Rússlands, sneri í dag, heim til Moskvu, úr sumarleyfi við Svartahafið, til þess að fara persónulega með þetta mál. Margt bendir til þess að önnur flugvélanna, hafi sprungið áður en hún lenti á jörðunni. Þetta þykir líklegt þar sem brot úr vélinni dreifðust á sérstakan hátt. Flugfélagið Sibir Airlines heldur þessu fram í dag. Rannsakendur eru ennþá engu nær um hvort atvikin séu verk hryðjuverkamanna eða bara dularfull tilviljun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×