Erlent

Notar ólympíuleika í auglýsingum

Bandaríska Ólympíunefndin hefur formlega beðið George Bush forseta, um að hætta að nota myndir frá Ólympíuleikunum í kosningaauglýsingum sínum. Í auglýsingunni er birt mynd af fánum Íraks og Afganistans. Rödd les svo yfir myndum af fánunum og frá ólympíuleikunum. Röddin segir: Árið 1972 voru fjörutíu lýðræðisríki, í heiminum. Í dag eru þau 120. Frelsið breiðist út um heiminn, eins og sólarupprás. Og á þessum Ólympíuleikum fjölgar frjálsum ríkjum um tvö og hryðjuverkaríkjum fækkar um tvö. Bandarísku Ólympíunefndinni finnst óviðeigandi að blanda ólympíuleikunum þarna inní.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×