Erlent

Flóttamenn rændu flugvél

Sjötíu og átta manna hópur frá Erítreu, sem var verið að vísa úr landi í Líbíu til heimalandsins, rændi flugvélinni sem var að flytja þá og sneru henni til Súdans. Þar gáfust þeir upp. Örvænting mannanna er skiljanleg þar sem ólöglegir innflytjendur sem eru sendir aftur til Erítreu eru yfirleitt handteknir við heimkomuna og pyntaðir, jafnvel myrtir. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Súdan hefur tekið að sér mál flugræningjanna en á þessari stundu er alls óvíst hver örlög þeirra verða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×