Fleiri fréttir

Páfinn flaug með Atlanta

Íslenska flugfélagið Air Atlanta flaug í gær með Frans páfa heim til Rómar úr ferðalagi hans til Afríku en í tilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að páfinn hafi verið bæði vingjarnlegur og auðmjúkur.

Verðlaunuðu hús og lóðir

Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar voru afhentar við hátíðlega athöfn í Höfða í gær.

Formannsdagar Jóns á enda

Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu.

Jarðskjálfti í grennd við Grindavík

Jarðskjálfti upp á 3,4 stig reið yfir rétt eftir klukkan sex í morgun í grennd við Grindavík, eða um þremur kílómetrum norðaustan við bæinn.

Með margra milljóna úr í sparnaðarherferð

Háskólaneminn Pétur Kiernan er umsjónarmaður sjónvarpsþátta sem Landsbankinn lét framleiða um ungt fólk og sparnað. Hann lýsir sér sem námsmanni með lítið á milli handanna en skartar þó í þáttunum rándýru úri.

Vilja minnka markaðshluta Ríkisútvarps

Rúm 59 prósent þeirra sem taka afstöðu í nýrri könnun vilja draga úr umsvifum eða að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði. Kjósendur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vilja helst óbreytt ástand.

Kröfu landeigenda á Seljanesi hafnað

Samgönguráðuneytið hefur hafnað kröfu hluta landeigenda Seljaness í Árneshreppi um að ákvörðun Vegagerðarinnar um að fela Vesturverki veghald Ófeigsfjarðarvegar yrði felld úr gildi.

„Gunnhildur Fríða“ verður á nagladekkjum í vetur

Ný deilihjólaleiga hóf starfsemi í Reykjavík í morgun. Um hundrað hjólum hefur verið komið fyrir víðsvegar um borgina en hjólin hafa öll fengið nöfn og heita eftir vinum og vandamönnum rekstraraðila.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögreglan á Norðurlandi Vestra telur bílamiðstöð ríkislögreglustjóra hafa ofrukkað sig vegna leigu á lögreglubifreiðum.

Á gjörgæslu eftir bílveltu á Norðfjarðarvegi

Ungur karlmaður liggur slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík eftir að bíll hans valt á Norðfjarðarvegi austan vð Norðfjarðargöng á áttunda tímanum í morgun.

Bein útsending: Þingmenn ganga til kirkju og Alþingi sett

Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu.

„Samfélagið allt verði okkar læknir“

Í dag er alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga. Í tilefni af því hefur Geðhjálp ásamt Embætti Landlæknis og öðrum félagasamtökum efnt til málþings undir yfirskriftinni Staldraðu við - stöndum saman gegn sjálfsvígum

Peningarnir í langflestum tilfellum glataðir

Mjög erfitt er fyrir fyrirtæki sem lenda í klóm netþjófa að endurheimta þá fjármuni sem þjófarnir ná til sín. Þetta segir lögreglumaður og að málin teygi oft anga sína víða líkt og til Ísraels og Norður-Afríku.

Árneshreppur aldrei vinsælli hjá Íslendingum

Árneshreppur hefur mikið verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar en í aðdraganda síðustu sveitarstjórnakosninga skapaðist mikil umræða um fjölgun íbúa vegna lögheimilisflutninga til svæðisins. Sú umræða var ekki jákvæð og ekki hefur hún verið betri vegna deilu og kærumála vegna vegaframkvæmda og uppbyggingar fyrirhugaðrar virkjunar. Fyrir vikið hefur hreppurinn aldrei verið eins vel sóttur af Íslendingum að sögn oddvita.

Sjá næstu 50 fréttir