Leyniskytta miðaði byssu á tökumann RÚV Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2019 11:55 Vilhjálmur Þór segist hafa orðið hræddur þegar hann varð var við glampa sem benti til þess að skyttan væri með sig í sigtinu. Vilhjálmi Þór Guðmundssyni, kvikmyndatökumanni hjá Ríkissjónvarpinu, varð heldur betur brugðið þegar hann varð var við að leiser-geisli var á sér, glampa sem hann sá frá þakinu sem benti eindregið til þess að hann væri í miði leyniskyttu. Þetta var þegar Vilhjálmur var við störf sín; að mynda komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna þegar hann var hér í heimsókn í síðustu viku.Varð ekki um sel þegar hann varð var við geislann Að sögn Vilhjálms Þórs stóð þetta í um tvær og hálfa sekúndu. Hann var sér þegar meðvitaður um að hann var í sigtinu enda aðstæður þannig, leyniskyttur á þökum gráar fyrir járnum. Viðbúnaður og öryggisgæsla vegna Pence var veruleg. Vilhjálmur segir, í samtali við Vísi, að hann hafi eiginlega verið hissa á sjálfum sér, hvernig hann tók þessu. „Ég hef lent í ýmsu en mér fannst þetta full mikið af því góða. Já, ég var bara hræddur. Ég get ekkert orðað það öðruvísi,“ segir Vilhjálmur Þór.Innan RUV veltir fólk fyrir sér hvað skuli til bragðs taka í framhaldinu.Vísir/VilhelmHann segir geislann hafa borist af hússins hvar Advania hefur bækistöðvar sínar, gegnt Höfða þar sem Pence hitti íslenska ráðamenn.Íslenskur byssumaður á ferð Málið er litið alvarlegum augum innan RÚV og þá er það til athugunar hjá Blaðamannafélagi Íslands. Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri hefur einkum haft með málið að gera innan RÚV. Hann segir að málið sé í skoðun og það eigi eftir að fara yfir það með skrifstofustjóra RÚV ohf. „Það gefur augaleið að við værum ekki að skoða málið nema af því að okkur finnst þetta óþægilegt og erum ekki alveg kát með þetta,“ segir Heiðar Örn í samtali við Vísi. Hann segir að eftir því sem þau komast næst þá var um íslenskan lögreglumann að ræða en ekki bandarískan leyniþjónustumann. Ríkisútvarpið hefur sent fyrirspurn vegna málsins til ríkilögreglustjóra og þar var fyrir svörum Jón Bjartmars. Hann vísar til reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valbeitingatækja og vopna sem gilda í þessu tilfelli sem öðrum. Jón segir þær reglur hafi verið birtar og megi nálgast á vefnum. Þá bendir hann á að vilji menn kvarta undan störfum lögreglu skuli beina slíku til sérstakrar nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Starfsmenn RÚV eru nú að velta því fyrir sér hvort og hvernig slíkt erindi, til þeirrar nefndar, verður útbúið. Fjölmiðlar Heimsókn Mike Pence Lögreglan Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Vilhjálmi Þór Guðmundssyni, kvikmyndatökumanni hjá Ríkissjónvarpinu, varð heldur betur brugðið þegar hann varð var við að leiser-geisli var á sér, glampa sem hann sá frá þakinu sem benti eindregið til þess að hann væri í miði leyniskyttu. Þetta var þegar Vilhjálmur var við störf sín; að mynda komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna þegar hann var hér í heimsókn í síðustu viku.Varð ekki um sel þegar hann varð var við geislann Að sögn Vilhjálms Þórs stóð þetta í um tvær og hálfa sekúndu. Hann var sér þegar meðvitaður um að hann var í sigtinu enda aðstæður þannig, leyniskyttur á þökum gráar fyrir járnum. Viðbúnaður og öryggisgæsla vegna Pence var veruleg. Vilhjálmur segir, í samtali við Vísi, að hann hafi eiginlega verið hissa á sjálfum sér, hvernig hann tók þessu. „Ég hef lent í ýmsu en mér fannst þetta full mikið af því góða. Já, ég var bara hræddur. Ég get ekkert orðað það öðruvísi,“ segir Vilhjálmur Þór.Innan RUV veltir fólk fyrir sér hvað skuli til bragðs taka í framhaldinu.Vísir/VilhelmHann segir geislann hafa borist af hússins hvar Advania hefur bækistöðvar sínar, gegnt Höfða þar sem Pence hitti íslenska ráðamenn.Íslenskur byssumaður á ferð Málið er litið alvarlegum augum innan RÚV og þá er það til athugunar hjá Blaðamannafélagi Íslands. Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri hefur einkum haft með málið að gera innan RÚV. Hann segir að málið sé í skoðun og það eigi eftir að fara yfir það með skrifstofustjóra RÚV ohf. „Það gefur augaleið að við værum ekki að skoða málið nema af því að okkur finnst þetta óþægilegt og erum ekki alveg kát með þetta,“ segir Heiðar Örn í samtali við Vísi. Hann segir að eftir því sem þau komast næst þá var um íslenskan lögreglumann að ræða en ekki bandarískan leyniþjónustumann. Ríkisútvarpið hefur sent fyrirspurn vegna málsins til ríkilögreglustjóra og þar var fyrir svörum Jón Bjartmars. Hann vísar til reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valbeitingatækja og vopna sem gilda í þessu tilfelli sem öðrum. Jón segir þær reglur hafi verið birtar og megi nálgast á vefnum. Þá bendir hann á að vilji menn kvarta undan störfum lögreglu skuli beina slíku til sérstakrar nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Starfsmenn RÚV eru nú að velta því fyrir sér hvort og hvernig slíkt erindi, til þeirrar nefndar, verður útbúið.
Fjölmiðlar Heimsókn Mike Pence Lögreglan Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira