Innlent

Marglytturnar komnar hálfa leið og synda nú í frönskum sjó

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hér til vinstri sést Marglytta á sundi. Til hægri er Halldóra Gyða Matthíasdóttir, ein Marglyttanna, í þann mund að stinga sér til sunds.
Hér til vinstri sést Marglytta á sundi. Til hægri er Halldóra Gyða Matthíasdóttir, ein Marglyttanna, í þann mund að stinga sér til sunds. Mynd/Samsett

Sundhópurinn Marglytturnar, sem nú þreyta sund yfir Ermarsundið, eru komnar hálfa leið og eru þannig formlega syntar inn í franska landhelgi. Enn eru þó margir klukkutímar í að Marglytturnar nái til lands hinum megin við sundið.

Marglytturnar syntu yfir miðlínuna á öðrum tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Soffíu Sigurgeirsdóttur, Marglyttu í landi, eru sundkonurnar upplitsdjarfar.

Hún segir þær jafnframt á áætlun en búist er við að sundið, sem áætlað er að taki 16 til 18 tíma, klárist í kvöld. Synt er frá Dover á Englandi og til Cap Gris í Frakklandi.

Tilgangurinn með sundinu er að vekja athygli á plastmengun og áhrifum hennar á lífríki sjávar. Sundkonurnar safna áheitum fyrir umhverfisverndunarsamtökin Bláa herinn sem berjast gegn plastmengun. Hér að neðan má fylgjast með sundi Marglyttanna í rauntíma.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.