Innlent

Indlandsforseti ræddi umhverfismál á Bessastöðum og í Háskóla Íslands

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Jón Atli Benediktsson rektor ásamt þeim Kovind og Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta, í Háskólanum.
Jón Atli Benediktsson rektor ásamt þeim Kovind og Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta, í Háskólanum. Vísir/Vilhelm

Ram Nath Kovind, forseti Indlands, og Savita Kovind forsetafrú eru nú í opinberri heimsókn á Íslandi. Þau sóttu íslensku forsetahjónin heim í morgun og hittu þar einnig ríkisstjórn Íslands.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, undirrituðu fyrir Íslands hönd samkomulag um undanþágu diplómata frá vegabréfsáritunum, samstarfssamning um sjálfbærar fiskveiðar og yfirlýsingu um menningarsamstarf á milli ríkjanna.

Að því loknu héldu þeir Guðni og Kovind ræður þar sem þeir fóru yfir víðan völl. Ræddu þeir um möguleika á auknu samstarfi ríkjanna og um umhverfismál.

Indversku forsetahjónin og þau íslensku á Bessastöðum. Vísir/Þórgnýr

Kovind var hins vegar hvergi nærri hættur að ræða um umhverfismálin heldur hélt hann næst í Háskóla Íslands þar sem hann hélt fyrirlestur um málaflokkinn.

Í kvöld munu indversku forsetahjónin fara aftur á Bessastaði til þess að snæða kvöldverð. Morgundagurinn er svo síðasti dagur heimsóknarinnar. Þá sækir forsetinn málþing um viðskipti á milli ríkjanna og forsetahjónin munu skoða sig um á Þingvöllum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.