Innlent

Allir úr lífshættu eftir slysið í Hnífsdal

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bolungarvíkurgöng Hnífsdalsmegin. Til hægri má sjá gamla Óshlíðarveginn.
Bolungarvíkurgöng Hnífsdalsmegin. Til hægri má sjá gamla Óshlíðarveginn. Wikicommons

Enginn þeirra þriggja sem voru í bíl sem lenti á ljósastaur og valt í Hnífsdal á föstudagskvöld er lengur í lífshættu. Tveir voru útskrifaðir af Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði á laugardagsmorgun en sá þriðji fór í aðgerð á höfði eftir sjúkraflug til Reykjavíkur. Sá er úr lífshættu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Rannsókn á tildrögum slyssins er í fullum gangi af hálfu lögreglunnar á Vestfjörðum og Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Ekki eru frekari upplýsingar veittar en þær að ökumaður hafi misst stjórn á bílnum eftir að hún kom út úr Bolungarvíkurgöngum. Hafnaði hún á ljósastaur og valt í það minnsta eina veltu.

Ökumaður var í bílnum auk tveggja farþega.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.