Bein útsending: Þingmenn ganga til kirkju og Alþingi sett Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2019 13:41 Eliza Reid forsetafrú og Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson predikar og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Dómorganistinn Kári Þormar leikur á orgel og Kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina.Það var glatt á hjalla á Alþingi rétt áður en þingmenn gengu til kirkju.Vísir/VilhelmAð guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 150. löggjafarþing. Félagar í Schola cantorum syngja við þingsetningarathöfnina, undir stjórn Harðar Áskelssonar. Þá flytur forseti Alþingis ávarp. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 16:00. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 útbýtt. Dagskrána má sjá að neðan.Yfirlit helstu atriða þingsetningar Kl. 13:25 Þingmenn ganga til kirkju. Kl. 13:30 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Kl. 14:05 Þingmenn ganga úr kirkju í Alþingishúsið. • Félagar í Schola cantorum syngja Vorlauf. Lag: Hildigunnur Rúnarsdóttir. Ljóð: Þorsteinn Valdimarsson. • Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp • Félagar í Schola cantorum syngja Hvert örstutt spor. Lag: Jón Nordal. Ljóð: Halldór Laxness. • Forseti Alþingis stýrir þingfundi, býður þingmenn velkomna og flytur ávarp. Kl. 14:40 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 16:00.Prestar, þingmenn, ráðherrar, þingmenn og forsetahjónin ganga til guðsþjónustu.Vísir/VilhelmFramhald þingsetningarfundar Kl. 16:00 Útbýting fjárlagafrumvarps 2020, tilkynningar og hlutað um sæti þingmanna. Kl. 16:20 Fundi slitið. Hljóðútsending verður frá messu og sjónvarpsútsending frá þingsetningarfundi á sjónvarpsrás og vef Alþingis. Sjónvarpsútsending verður frá þingsetningarfundi á RÚV. Útvarpsútsending verður á Rás 1 frá messu og þingsetningu. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða miðvikudagskvöldið 11. september kl. 19:30. Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2020 fimmtudaginn 12. september kl. 10:30.Úr guðsþjónustunni í morgun.Vísir/Sigurjón Alþingi Forseti Íslands Þjóðkirkjan Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson predikar og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Dómorganistinn Kári Þormar leikur á orgel og Kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina.Það var glatt á hjalla á Alþingi rétt áður en þingmenn gengu til kirkju.Vísir/VilhelmAð guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 150. löggjafarþing. Félagar í Schola cantorum syngja við þingsetningarathöfnina, undir stjórn Harðar Áskelssonar. Þá flytur forseti Alþingis ávarp. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 16:00. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 útbýtt. Dagskrána má sjá að neðan.Yfirlit helstu atriða þingsetningar Kl. 13:25 Þingmenn ganga til kirkju. Kl. 13:30 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Kl. 14:05 Þingmenn ganga úr kirkju í Alþingishúsið. • Félagar í Schola cantorum syngja Vorlauf. Lag: Hildigunnur Rúnarsdóttir. Ljóð: Þorsteinn Valdimarsson. • Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp • Félagar í Schola cantorum syngja Hvert örstutt spor. Lag: Jón Nordal. Ljóð: Halldór Laxness. • Forseti Alþingis stýrir þingfundi, býður þingmenn velkomna og flytur ávarp. Kl. 14:40 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 16:00.Prestar, þingmenn, ráðherrar, þingmenn og forsetahjónin ganga til guðsþjónustu.Vísir/VilhelmFramhald þingsetningarfundar Kl. 16:00 Útbýting fjárlagafrumvarps 2020, tilkynningar og hlutað um sæti þingmanna. Kl. 16:20 Fundi slitið. Hljóðútsending verður frá messu og sjónvarpsútsending frá þingsetningarfundi á sjónvarpsrás og vef Alþingis. Sjónvarpsútsending verður frá þingsetningarfundi á RÚV. Útvarpsútsending verður á Rás 1 frá messu og þingsetningu. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða miðvikudagskvöldið 11. september kl. 19:30. Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2020 fimmtudaginn 12. september kl. 10:30.Úr guðsþjónustunni í morgun.Vísir/Sigurjón
Alþingi Forseti Íslands Þjóðkirkjan Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira