Innlent

Vann 50 milljónir í Happdrætti Háskólans

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Í tilkynningu segir jafnframt að útdrátturinn hafi reynst mörgum happadrjúgur.
Í tilkynningu segir jafnframt að útdrátturinn hafi reynst mörgum happadrjúgur. Vísir/Stefán

Heppinn miðaeigandi vann 50 milljónir króna í svokallaðri Milljónaveltu í septemberútdrætti Happdrættis Háskóla Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu frá happdrættinu. Dregið var í gærkvöldi.

Í tilkynningu segir jafnframt að útdrátturinn hafi reynst mörgum happadrjúgur. Einn miðaeigandi fékk hæsta vinning í aðalútdrætti, 5 milljónir króna. Viðkomandi er hins vegar sagður eiga „tvöfaldan miða“ og fær því 10 milljónir í sinn hlut.

Tveir miðaeigendur voru auk þess með sama númer og fær hvor um sig 5 milljónir króna í vinning. Þá fékk svokallaður trompmiðaeigandi 500 þúsund króna vinning á fimmfaldan miða og fær því 2,5 milljónir í sinn hlut.

Í heildina voru tæplega 3.600 vinningshafar sem fengu vinning í útdrættinum og skipta þeir með sér rúmum 177 milljónum króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.