Innlent

Kröfu landeigenda á Seljanesi hafnað

Kristján Már Unnarsson skrifar
Vinnuvélar á vegum Vesturverks við lagfæringu á vegslóðanum í norðanverðum Ingólfsfirði  í lok júlímánaðar. Seljanes er við mynni fjarðarins að norðanverðu.
Vinnuvélar á vegum Vesturverks við lagfæringu á vegslóðanum í norðanverðum Ingólfsfirði í lok júlímánaðar. Seljanes er við mynni fjarðarins að norðanverðu. Vísir/KMU.

Samgönguráðuneytið hefur hafnað kröfu Guðmundar Arngrímssonar, fyrir hönd hluta landeigenda eyðijarðarinnar Seljaness í Árneshreppi, um að ákvörðun Vegagerðarinnar um að fela Vesturverki ehf. veghald Ófeigsfjarðarvegar yrði felld úr gildi. Vestfirski fréttamiðillinn Bæjarins besta greinir frá þessu. 

Endurbætur vegslóðans um Ingólfsfjörð og Ófeigsfjörð um Seljanes eru liður í byrjunarframkvæmdum vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Fyrr í sumar hafði Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnað því að stöðva vegaframkvæmdirnar til bráðabirgða eftir að landeigendur kærðu framkvæmdaleyfið sem Árneshreppur veitti Vesturverki.

Fjallað var um vegagerðina í frétt Stöðvar 2 í síðustu viku.

Frá Seljanesi. Jörðin er á nesinu milli Ófeigsfjarðar og Ingólfsfjarðar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Á vef Bæjarins besta kemur fram að það sé niðurstaða Samgönguráðuneytisins að Ófeigsfjarðarvegur sé landsvegur og að Vegagerðin fari með veghaldið. Ennfremur að upptaka vegarins í tölu þjóðvega hafi verið í samræmi við gildandi málsmeðferð. 

Þá komi fram í úrskurði Samgönguráðuneytis að veghaldara sé heimilt að vinna að endurbótum á veginum á 12 metra breiðu svæði, sex metra út frá miðju vegarins í hvora átt.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af vegagerðinni frá því fyrr í sumar: 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.