Innlent

Á gjörgæslu eftir bílveltu á Norðfjarðarvegi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Norðfjarðargöng á Austfjörðum.
Norðfjarðargöng á Austfjörðum. Vísir/Vilhelm

Ungur karlmaður liggur slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík eftir að bíll hans valt á Norðfjarðarvegi austan vð Norðfjarðargöng á áttunda tímanum í morgun. Austurfrétt greindi fyrst frá slysinu í morgun.

Þórhalllur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir í samtali við Vísi að bíllinn, jepplingur, hafi farið margar veltur. Aðstæður til aksturs hafi verið ágætar en vegurinn mögulega blautur.

Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum og er um tvítugt, virðist hafa misst stjórn á bílnum með fyrrnefndum afleiðingum. Hann var fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur eftir slysið. 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.