Innlent

Verðlaunuðu hús og lóðir

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Frá afhendingu viðurkenninganna í Höfða í gær.
Frá afhendingu viðurkenninganna í Höfða í gær. Mynd/Reykjavíkurborg

Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar voru afhentar við hátíðlega athöfn í Höfða í gær.

Alls hlutu fimm aðilar viðurkenningar fyrir fallegar lóðir og þá voru veittar viðurkenningar fyrir vandaðar endurbætur á þremur gömlum húsum.

Lóðirnar sem um ræðir eru Tryggvagata 12-14, Birkimelur 3, Hádegismóar 1, Starengi 8-20, 20a og 20b og Laugavegur 85. Húsin sem hlutu viðurkenningu eru við Túngötu 18, Laugarásveg 11 og Bókhlöðustíg 2.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.