Kvöldfréttir Stöðvar 2 10. september 2019 18:09 Lögreglan á Norðurlandi Vestra telur bílamiðstöð ríkislögreglustjóra hafa ofrukkað sig vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili var embættið rukkað um rúmar áttatíu milljónir þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum þrjátíu milljónum. Við fjöllum áfram ítarlega um mál ríkislögreglustjóra í kvöldfréttum okkar. Forseti Íslands sagði ágreining einkenna öflugt þing og samfélag í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Þær stundir komi að þjóðin hafi ekkert að óttast nema þá óttaslegnu og skoraði forsetinn á þingheim að sýna hugrekki í störfum sínum. En það væri ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hefðu hæst. Í dag var undirritað samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík og vændislaus hótel og gististaði. Í dag er alþjóðlegur forvarnardagur gegn sjálfsvígum. Kyrrðarstundir verða í nokkrum kirkjum landsins í minningu þeirra sem hafa svipt sig lífi. Við verðum í beinni útsendingu í Dómkirkjunni. Hluti sakborninga í máli sem varðar stórfellda fíkniefnaframleiðslu, neitaði að taka afstöðu til sakarefna við þingfestingu málsins í héraðsdómi í morgun. Verjandi sagði að ekki væri hægt taka afstöðu því rannsókn á einum anga málsins væri ekki lokið. Nánar um þetta í kvöldfréttum. Ram Nath Kovind, forseti Indlands, heimsótti forseta Íslands á Bessastöðum í morgun og hélt ávarp í Háskóla Íslands um loftslagsbreytingar og umhverfismál. Forsetahjónin mæta í kvöldverð á Bessastöðum í kvöld en heimsókn þeirra lýkur á morgun. Allt um heimsókn Indlandsforseta í máli og myndum í kvöldfréttum okkar. Við fjöllum um ósátta rekstraraðila á Hverfisgötu og Óðinsgötu, tökum stöðuna á Brexit og nýjustu vendingum í starfsmannamálum Trump-stjórnarinnar. Við segjum ykkur frá kvikugúl í Kötlu sem gæti sprungið með gríðarlegu sprengigosi líkt og gerðist í Öskju árið 1875. Þetta og meira til í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á slaginu hálf sjö. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi Vestra telur bílamiðstöð ríkislögreglustjóra hafa ofrukkað sig vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili var embættið rukkað um rúmar áttatíu milljónir þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum þrjátíu milljónum. Við fjöllum áfram ítarlega um mál ríkislögreglustjóra í kvöldfréttum okkar. Forseti Íslands sagði ágreining einkenna öflugt þing og samfélag í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Þær stundir komi að þjóðin hafi ekkert að óttast nema þá óttaslegnu og skoraði forsetinn á þingheim að sýna hugrekki í störfum sínum. En það væri ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hefðu hæst. Í dag var undirritað samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík og vændislaus hótel og gististaði. Í dag er alþjóðlegur forvarnardagur gegn sjálfsvígum. Kyrrðarstundir verða í nokkrum kirkjum landsins í minningu þeirra sem hafa svipt sig lífi. Við verðum í beinni útsendingu í Dómkirkjunni. Hluti sakborninga í máli sem varðar stórfellda fíkniefnaframleiðslu, neitaði að taka afstöðu til sakarefna við þingfestingu málsins í héraðsdómi í morgun. Verjandi sagði að ekki væri hægt taka afstöðu því rannsókn á einum anga málsins væri ekki lokið. Nánar um þetta í kvöldfréttum. Ram Nath Kovind, forseti Indlands, heimsótti forseta Íslands á Bessastöðum í morgun og hélt ávarp í Háskóla Íslands um loftslagsbreytingar og umhverfismál. Forsetahjónin mæta í kvöldverð á Bessastöðum í kvöld en heimsókn þeirra lýkur á morgun. Allt um heimsókn Indlandsforseta í máli og myndum í kvöldfréttum okkar. Við fjöllum um ósátta rekstraraðila á Hverfisgötu og Óðinsgötu, tökum stöðuna á Brexit og nýjustu vendingum í starfsmannamálum Trump-stjórnarinnar. Við segjum ykkur frá kvikugúl í Kötlu sem gæti sprungið með gríðarlegu sprengigosi líkt og gerðist í Öskju árið 1875. Þetta og meira til í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á slaginu hálf sjö.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira