Kvöldfréttir Stöðvar 2 10. september 2019 18:09 Lögreglan á Norðurlandi Vestra telur bílamiðstöð ríkislögreglustjóra hafa ofrukkað sig vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili var embættið rukkað um rúmar áttatíu milljónir þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum þrjátíu milljónum. Við fjöllum áfram ítarlega um mál ríkislögreglustjóra í kvöldfréttum okkar. Forseti Íslands sagði ágreining einkenna öflugt þing og samfélag í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Þær stundir komi að þjóðin hafi ekkert að óttast nema þá óttaslegnu og skoraði forsetinn á þingheim að sýna hugrekki í störfum sínum. En það væri ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hefðu hæst. Í dag var undirritað samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík og vændislaus hótel og gististaði. Í dag er alþjóðlegur forvarnardagur gegn sjálfsvígum. Kyrrðarstundir verða í nokkrum kirkjum landsins í minningu þeirra sem hafa svipt sig lífi. Við verðum í beinni útsendingu í Dómkirkjunni. Hluti sakborninga í máli sem varðar stórfellda fíkniefnaframleiðslu, neitaði að taka afstöðu til sakarefna við þingfestingu málsins í héraðsdómi í morgun. Verjandi sagði að ekki væri hægt taka afstöðu því rannsókn á einum anga málsins væri ekki lokið. Nánar um þetta í kvöldfréttum. Ram Nath Kovind, forseti Indlands, heimsótti forseta Íslands á Bessastöðum í morgun og hélt ávarp í Háskóla Íslands um loftslagsbreytingar og umhverfismál. Forsetahjónin mæta í kvöldverð á Bessastöðum í kvöld en heimsókn þeirra lýkur á morgun. Allt um heimsókn Indlandsforseta í máli og myndum í kvöldfréttum okkar. Við fjöllum um ósátta rekstraraðila á Hverfisgötu og Óðinsgötu, tökum stöðuna á Brexit og nýjustu vendingum í starfsmannamálum Trump-stjórnarinnar. Við segjum ykkur frá kvikugúl í Kötlu sem gæti sprungið með gríðarlegu sprengigosi líkt og gerðist í Öskju árið 1875. Þetta og meira til í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á slaginu hálf sjö. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi Vestra telur bílamiðstöð ríkislögreglustjóra hafa ofrukkað sig vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili var embættið rukkað um rúmar áttatíu milljónir þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum þrjátíu milljónum. Við fjöllum áfram ítarlega um mál ríkislögreglustjóra í kvöldfréttum okkar. Forseti Íslands sagði ágreining einkenna öflugt þing og samfélag í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Þær stundir komi að þjóðin hafi ekkert að óttast nema þá óttaslegnu og skoraði forsetinn á þingheim að sýna hugrekki í störfum sínum. En það væri ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hefðu hæst. Í dag var undirritað samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík og vændislaus hótel og gististaði. Í dag er alþjóðlegur forvarnardagur gegn sjálfsvígum. Kyrrðarstundir verða í nokkrum kirkjum landsins í minningu þeirra sem hafa svipt sig lífi. Við verðum í beinni útsendingu í Dómkirkjunni. Hluti sakborninga í máli sem varðar stórfellda fíkniefnaframleiðslu, neitaði að taka afstöðu til sakarefna við þingfestingu málsins í héraðsdómi í morgun. Verjandi sagði að ekki væri hægt taka afstöðu því rannsókn á einum anga málsins væri ekki lokið. Nánar um þetta í kvöldfréttum. Ram Nath Kovind, forseti Indlands, heimsótti forseta Íslands á Bessastöðum í morgun og hélt ávarp í Háskóla Íslands um loftslagsbreytingar og umhverfismál. Forsetahjónin mæta í kvöldverð á Bessastöðum í kvöld en heimsókn þeirra lýkur á morgun. Allt um heimsókn Indlandsforseta í máli og myndum í kvöldfréttum okkar. Við fjöllum um ósátta rekstraraðila á Hverfisgötu og Óðinsgötu, tökum stöðuna á Brexit og nýjustu vendingum í starfsmannamálum Trump-stjórnarinnar. Við segjum ykkur frá kvikugúl í Kötlu sem gæti sprungið með gríðarlegu sprengigosi líkt og gerðist í Öskju árið 1875. Þetta og meira til í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á slaginu hálf sjö.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira