„Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. september 2019 18:45 Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. Framkvæmdir á Hverfisgötu, milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs, hófust í maí og átti að vera lokið í ágúst. Það tafðist og á þeim nú að ljúka í september. Rekstraraðilar við götuna hafa kvartað yfir samskiptaleysi og töfum og eru nú áhyggjufullir yfir að það takist að ljúka verkinu í september. Þeir hafa beðið Samtök aðila í ferðaþjónustu að beita sér í málinu og áttu fund með Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóra og starfsfólki þar í dag.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF segir mikilvægt að borgin tryggi að framkvæmdir sem fari fram á háannatíma dragist ekki úr hófi fram. Fréttablaðið/Anton Brink.Tryggja þarf að framkvæmdir dragist ekki úr hófi Jóhannes segir að margir þeirra sem eru í rekstri við götuna hafi haft samband við sig og lýst yfir áhyggjum. Gagnrýnin er af ýmsum toga. „Það er tilefni að fara yfir það með borginni hvernig svona ákvarðanir eru teknar og hvernig þær eru tilkynntar og hvaða áhrif þetta hefur á fyrirtækin sem að verða fyrir raski. Við veltum því fyrir okkur hvort það hefði mátt standa betur að undirbúningi og tímasetningum. Það þarf að tryggja að framkvæmdir sem fara fram á háannatíma ferðaþjónustunnar dragist ekki úr hófi. Við höfum skýr dæmi um að þetta sé að valda fyrirtækjum töluvert miklu raski og tekjutapi,“ segir Jóhannes sem ætlar að ræða við borgaryfirvöld í framhaldinu. Rekstraraðilar við Óðinsgötu eru svartsýnir á að framkvæmdir þar klárist eftir sex daga eins og borgin hefur áður gefið út.Rangar upplýsingar og tafir Þá hafa staðið yfir framkvæmdir á Óðinsgötu milli Skólavörustígs og Spítalastígs síðan maí og hefur lokum á þeim verið frestað í tvígang að sögn rekstraraðila. Jóhanna Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins gagnrýnir borgina harðlega. „Borgin lét okkur vita af framkvæmdunum með hálfsmánaðar fyrirvara. Þá vorum við búnar að skipuleggja sumarið en það riðlaðist allt. Það átti að klára þetta 23. júní, næst var sagt að þetta myndi klárast um miðjan ágúst og síðan kom þriðji fresturinn að þetta ætti að klárast núna á mánudaginn 16. september. Við áttum að fá tölvupóst um það í gær því sú dagsetning gengur greinilega ekki upp, en það hefur enginn póstur borist,“ segir Jóhanna. Hún segir að þetta hafi haft áhrif á reksturinn í sumar en þakkar fastakúnnum og góðu sumri það að ekki hafi farið ver. „Þetta hefur áhrif. Hér í götunni eru einstaklingar að reka fyrirtæki og með allt undir þannig að þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur,“ segir Jóhanna. Hún segir virðingu skorta í samskipti borgaryfirvalda við þá sem standa í rekstri í miðbænum. „Þau hafa staðið sig illa. Það á eftir að fara í framkvæmdir um allan bæinn og það verður að bæta samskiptin. Það verður að fara að koma fram við okkur sem stöndum í rekstri af virðingu og sæmd. Við fáum rangar upplýsingar og framkvæmdirnar fara svo langt framúr. Það hlýtur að vera hægt að gera betri áætlanir. Þetta er bara orðið rugl. Mér finnst þetta sorglegt,“ segir Jóhanna. Hægt er að sjá viðtalið við Jóhönnu í heild hér. Reykjavík Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. Framkvæmdir á Hverfisgötu, milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs, hófust í maí og átti að vera lokið í ágúst. Það tafðist og á þeim nú að ljúka í september. Rekstraraðilar við götuna hafa kvartað yfir samskiptaleysi og töfum og eru nú áhyggjufullir yfir að það takist að ljúka verkinu í september. Þeir hafa beðið Samtök aðila í ferðaþjónustu að beita sér í málinu og áttu fund með Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóra og starfsfólki þar í dag.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF segir mikilvægt að borgin tryggi að framkvæmdir sem fari fram á háannatíma dragist ekki úr hófi fram. Fréttablaðið/Anton Brink.Tryggja þarf að framkvæmdir dragist ekki úr hófi Jóhannes segir að margir þeirra sem eru í rekstri við götuna hafi haft samband við sig og lýst yfir áhyggjum. Gagnrýnin er af ýmsum toga. „Það er tilefni að fara yfir það með borginni hvernig svona ákvarðanir eru teknar og hvernig þær eru tilkynntar og hvaða áhrif þetta hefur á fyrirtækin sem að verða fyrir raski. Við veltum því fyrir okkur hvort það hefði mátt standa betur að undirbúningi og tímasetningum. Það þarf að tryggja að framkvæmdir sem fara fram á háannatíma ferðaþjónustunnar dragist ekki úr hófi. Við höfum skýr dæmi um að þetta sé að valda fyrirtækjum töluvert miklu raski og tekjutapi,“ segir Jóhannes sem ætlar að ræða við borgaryfirvöld í framhaldinu. Rekstraraðilar við Óðinsgötu eru svartsýnir á að framkvæmdir þar klárist eftir sex daga eins og borgin hefur áður gefið út.Rangar upplýsingar og tafir Þá hafa staðið yfir framkvæmdir á Óðinsgötu milli Skólavörustígs og Spítalastígs síðan maí og hefur lokum á þeim verið frestað í tvígang að sögn rekstraraðila. Jóhanna Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins gagnrýnir borgina harðlega. „Borgin lét okkur vita af framkvæmdunum með hálfsmánaðar fyrirvara. Þá vorum við búnar að skipuleggja sumarið en það riðlaðist allt. Það átti að klára þetta 23. júní, næst var sagt að þetta myndi klárast um miðjan ágúst og síðan kom þriðji fresturinn að þetta ætti að klárast núna á mánudaginn 16. september. Við áttum að fá tölvupóst um það í gær því sú dagsetning gengur greinilega ekki upp, en það hefur enginn póstur borist,“ segir Jóhanna. Hún segir að þetta hafi haft áhrif á reksturinn í sumar en þakkar fastakúnnum og góðu sumri það að ekki hafi farið ver. „Þetta hefur áhrif. Hér í götunni eru einstaklingar að reka fyrirtæki og með allt undir þannig að þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur,“ segir Jóhanna. Hún segir virðingu skorta í samskipti borgaryfirvalda við þá sem standa í rekstri í miðbænum. „Þau hafa staðið sig illa. Það á eftir að fara í framkvæmdir um allan bæinn og það verður að bæta samskiptin. Það verður að fara að koma fram við okkur sem stöndum í rekstri af virðingu og sæmd. Við fáum rangar upplýsingar og framkvæmdirnar fara svo langt framúr. Það hlýtur að vera hægt að gera betri áætlanir. Þetta er bara orðið rugl. Mér finnst þetta sorglegt,“ segir Jóhanna. Hægt er að sjá viðtalið við Jóhönnu í heild hér.
Reykjavík Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira