Fleiri fréttir

Heitir reitir í Reykjavík í boði ESB
Evrópusambandið fjármagnar uppsetningu heitra reita víðs vegar um Reykjavík.

Ruddust inn í íbúð og veittust að húsráðanda
Tveir menn voru handteknir eftir eftirför lögreglu. Þeir voru undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Segir umræðu um tjáningarfrelsi forréttindamiðaða
Lög um hatursorðræðu voru sett á árið 1973 og eru því ekki ný af nálinni bendir fyrrverandi lögreglufulltrúi á, sem áður stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fólk hugsi þetta oft sem eitthvað nýtilkomið hugtak en að svo sé ekki.

Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt
Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi

Segir að Vesturverk hafi heimild til að gera úrbætur á vegi sem liggur um Seljanes
Hún segir að vegurinn sé landvegur en um slíka vegi er fjallað í vegalögum

Sumarlestur barna sagður mikilvægur
Mjög mikilvæg er að börn og unglingar lesa yfir sumartímann þó þau séu í fríi frá skólunum sínum, að mati fræðslustjóra Árborgar.

Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“
Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist.

Forsætisráðherra tilnefndur til verðlauna breskrar hugveitu
Katrín Jakobsdóttir er ein þriggja sem eru tilnefnd til verðlauna hugveitunnar Chatham House. Þeirra á meðal er David Attenborough, breski náttúrufræðingurinn heimsþekkti.

Spáir litlum breytingum í veðri
Líkur eru taldar á síðdegisskúrum á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið í dag.

Reyndi að saga niður tré í annarlegu ástandi
Konan er ekki eigandi trésins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af henni síðdegis í gær.

Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi
Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli.

Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa
Borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins telja að ekki hafi verið nægilega hlustað á raddir þeirra sem telja fyrirhugaða staðsetningu fimm smáhýsa fyrir fólk í neyslu við Héðinsgötu illa ígrundaða.

Íslensku landsliðshestarnir eru allir við hestaheilsu
Í landsliðinu eru tuttugu og tveir hestar, þar af eru fimm hestar erlendis, þannig að það verða sautján hestar, sem verða fluttir úr landi á næstu dögum.

Hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál
Munib Younan er biskup í Jerúsalem og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins. Biskupinn segir að trúin skipti máli við sáttaviðræður.

Segir sýslumannsembættið halda fólki í gíslingu
Kerfið heldur fólki í gíslingu með langri bið við afgreiðslu mála á fjölskyldusviði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að mati lögmanns sem sérhæfir sig í persónurétti. Ástandið sé grafalvarlegt og sameining sýslumannaembættanna hafi eingöngu haft neikvæð áhrif.

Vill sjá Icelandair gefa flugfarþegum afslátt sem ferðast með leiguflugvélum
Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir málið afar leiðinlegt en það sprettur af vanda sem skapaðist þegar kyrrsettar voru Boeing 737 MAX vélar flugfélagsins og taka þurfti í notkun leiguvélar.

Segir landeigendur íhuga að leita réttar síns vegna fyrirhugaðra framkvæmda Hvalárvirkjunar
Hann segir að stór partur vegaframkvæmda, sem ráðast á í vegna Hvalárvirkjunar, sé á einkalandi fjölskyldu hans

Ný þyrla landhelgisgæslunnar kölluð út á Fimmvörðuháls
Um var að ræða fyrsta útkall nýrrar þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-GRÓ.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Vegaframkvæmdir vegna Hvalárvirkjunar er að stórum hluta á einkalandi, segir landeigandi, spenna á Persaflóa fer vaxandi en Íranir hertóku breskt olíuflutningaskip í gær og fyrsta götubitahátíð er haldin í fyrsta skipti um helgina hér á landi.

Björgunarsveitir sækja slasaðan göngumann
Björgunarsveitafólk er nú á leiðinni upp Fimmvörðuháls til að huga að manninum, en mögulega þarf að bera hann niður gönguleiðina eða upp á hálsinn til móts við sexhjól að því fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist í Torfajökli
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur hrina staðið yfir á svæðinu frá því í nótt þar sem minni skjálftar hafa mælst. Stærsti þeirra var 2,1 að stærð.

Fisvél hlekktist á í flugtaki á Rifi
Tveir menn voru í vélinni en þá sakaði ekki alvarlega.

Fyrsta götubitakeppnin á Íslandi haldin á Miðbakkanum
Fyrsta götubitahátíðin á Íslandi fer fram um helgina. Samhliða hátíðinni munu matarvagnar keppa um besta götubitann en sigurvegarinn mun keppa fyrir Íslands hönd í European Streetfood Awards sem haldin verður í Svíþjóð í lok september.

Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar
Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað

Vá sögð fyrir dyrum með íslenskt mál: Straujárn orðið að strauara
Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur ætlar að gefa öllum leikskólum landsins í samstarfi við nokkra aðila námsefnið "Lærum og leikum með hljóðin". Hún hefur áhyggjur af stöðu íslenskunnar.

Forsetinn minnist kveðju forvera síns til tunglfaranna
Kristján Eldjárn var á meðal 73 þjóðarleiðtoga sem sendi kveðju með Apolló 11-leiðangrinum fyrir fimmtíu árum.

Vaknaði við ókunnan mann í íbúðinni
Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að aðkomumaðurinn hafi farið án þess að taka nokkuð úr íbúðinni.

Gáfu 132 milljónir í námsstyrki
Seðlabankinn hefur veitt 906 námsstyrki frá árinu 2009 fyrir alls 132 milljónir króna. Fræðslustefna bankans miðar að því að auka færni í starfi en ekki að veita styrki til að nota sem starfslokasamning.

Siðareglur eftir deilur og ósætti
Þingmenn Pírata tala hver við annan en ekki hver um annan samkvæmt siðareglum þingflokksins sem settar voru á síðasta kjörtímabili.

Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum
Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum.

Forstjóri segir einfalt að réttlæta ákvarðanir
Ákveðin kaflaskil hafa orðið með því að vél ALC er farin úr landi að sögn forstjóra Isavia. Staðan til að innheimta skuld WOW hafi versnað. Hægt sé að draga lærdóm af málinu en ekki sé hægt að kalla einstaklinga til sérstakrar ábyrgðar.

Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland
Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota.

Aðhafast ekkert vegna grindhvalanna á Löngufjörum
Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst ekkert aðhafast vegna grindhvalanna sem rak á land á Löngufjörum. Það sé torfærið og geti verið hættulegt.

Umferðarteppa niður Kambana
Tafir hafa orðið á umferð niður Kambana fyrir ofan Hveragerði í dag vegna malbikunar á Hellisheiði í vesturátt.

Takist ekki að rjúfa smitleiðina með alþrifum á staðnum kemur til greina að loka Efstadal II tímabundið
Sterkur grunur leikur á því að þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E.coli sýkingu. Settar hafa verið fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E.coli sýkinga.

Öll sveitarfélög á Vesturlandi kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar
Fylgja sveitarfélögin þar með í fótspor Akraneskaupstaðar, sem kærði ákvörðunina fyrr í þessum mánuði.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Hefjast á slaginu 18:30.

Fylgissveiflur áhugaverðar í ljósi þriðja orkupakkans
Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með jafn lítið fylgi í skoðanakönnun MMR og í þeirri sem var gerð 17. júlí síðastliðinn.

Náðu að bjarga bróðurparti skemmunnar
Slökkviliðsmenn hafa lokið störfum við skemmu á vegum Kópavogsbæjar, þar sem eldur kom upp skömmu eftir klukkan þrjú í dag.

Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun
Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar.

Telur að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á Efstadal II á sínum tíma
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir.

Földu umtalsvert magn af tóbaki í hurðum
Haganlega hafði verið gengið frá þannig að ekki var að sjá ummerki um að átt hefði verið við hurðaflekana né umbúðir þeirra. Tveir voru kærðir vegna málsins og greiddur þeir sekt upp á 1,4 milljónir króna. Málið telst upplýst.

Enginn ákærður vegna andláts ungrar konu
Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál sem embættið tók til rannsóknar og sneri að tilurð þess að ung kona lést í apríl síðastliðnum í kjölfar afskipta lögreglu.

Sagði lögreglu að árásarmaðurinn væri ástfanginn af kærustunni hans
Árásarmaðurinn í hnífstungumálinu á Neskaupstað var ástfanginn af kærustu þess sem hann stakk. Þetta sagði brotaþoli við lögregluna stuttu eftir árásina að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Austurlands sem Landsréttur staðfesti í gær.

Eldur í áhaldaskúr við Tennishöllina í Kópavogi
Eldur kom upp í áhaldaskúr á vegum Kópavogsbæjar fyrir aftan Tennishöllina og líkamsræktina Sporthúsið í Kópavogi.