Aðhafast ekkert vegna grindhvalanna á Löngufjörum Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 20:36 Hræin eru mörg illa útleikin, sem þykir benda til þess að hvalirnir hafi verið í fjörunni í nokkurn tíma. Vísir/Elín margrét Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst ekkert aðhafast vegna grindhvalanna sem rak á land á Löngufjörum. Það sé torfærið og geti verið hættulegt. Þá var fjallað um hvalrekann á vef breska ríkisútvarpsins í dag. Bandarískir ferðamenn í þyrluflugi komu auga á hvalina í gær. Ekki er ljóst hversu lengi hvalirnir hafa verið í fjörunni en ljóst þykir að a.m.k. nokkrir dagar séu síðan þá rak á land. Mörg hræin eru sprungin og innyflin tekin að leka út úr skrokkunum. Það var því ófögur sjón sem blasti við fréttamanni Stöðvar 2 á Löngufjörum í kvöld.Sjá einnig: Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Þar var jafnframt rætt við Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagsmála hjá Borgarbyggð. Hann sagði vísindamenn frá Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnun ekki hafa komist að hvölunum enn þá. Þá ítrekaði hann að allir grindhvalirnir væru á ábyrgð landeiganda. „Sveitarfélagið gerir ekkert í þessu máli. Þetta er á ábyrgð landeigenda. Við sitjum bara hjá og skoðum málið og bendum öllum vegfarendum að fara með gát og fara ekki þarna um nema með leiðsögn,“ sagði Ragnar. „Hvalreki er eitthvað sem landeigandi á, hvort sem það er gullkista eða hvalur sem úldnar. Þetta verður bara að skoða.“ Hvalirnir eru í landi Litla-Hrauns. Kristján Jón Arilíusson, bóndi á Stóra-Hrauni, nærliggjandi bæ, sagði í kvöldfréttum að sorglegt hefði verið að sjá hvalina liggja dauða í fjörunni.Nú er ekkert svo auðvelt að komast þarna að, hvað myndirðu ráðleggja þeim sem hefðu áhuga á að sjá þetta að hafa í huga?„Vera á vel búnum bílum og hafa leiðsögn.“Þá hafa fregnir af hvalrekanum ratað út fyrir landsteinana en fjallað er um málið á vef BBC í dag. Þar er rætt við David Schwarzhans, flugmanninn sem flaug þyrlu ferðamannanna í gær, og einnig vísað í mál Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, sjávarlíffræðings, sem áréttaði að grindhvalir væru hópdýr og því hefðu svo margir þeirra strandað í einu. BBC rifjar það einnig upp þegar 145 grindhvalir strönduðu á Stewart-eyju á Nýja-Sjálandi í nóvember í fyrra. Um helmingur hvalanna var þegar dauður þegar vegfarandi gekk fram á þá en hinn helmingurinn var aflífaður, þar sem of erfitt hefði verið að bjarga þeim. Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að hvalrekinn við Löngufjörur væri líklega sá stærsti hér á landi síðan árið 1986. Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst ekkert aðhafast vegna grindhvalanna sem rak á land á Löngufjörum. Það sé torfærið og geti verið hættulegt. Þá var fjallað um hvalrekann á vef breska ríkisútvarpsins í dag. Bandarískir ferðamenn í þyrluflugi komu auga á hvalina í gær. Ekki er ljóst hversu lengi hvalirnir hafa verið í fjörunni en ljóst þykir að a.m.k. nokkrir dagar séu síðan þá rak á land. Mörg hræin eru sprungin og innyflin tekin að leka út úr skrokkunum. Það var því ófögur sjón sem blasti við fréttamanni Stöðvar 2 á Löngufjörum í kvöld.Sjá einnig: Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Þar var jafnframt rætt við Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagsmála hjá Borgarbyggð. Hann sagði vísindamenn frá Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnun ekki hafa komist að hvölunum enn þá. Þá ítrekaði hann að allir grindhvalirnir væru á ábyrgð landeiganda. „Sveitarfélagið gerir ekkert í þessu máli. Þetta er á ábyrgð landeigenda. Við sitjum bara hjá og skoðum málið og bendum öllum vegfarendum að fara með gát og fara ekki þarna um nema með leiðsögn,“ sagði Ragnar. „Hvalreki er eitthvað sem landeigandi á, hvort sem það er gullkista eða hvalur sem úldnar. Þetta verður bara að skoða.“ Hvalirnir eru í landi Litla-Hrauns. Kristján Jón Arilíusson, bóndi á Stóra-Hrauni, nærliggjandi bæ, sagði í kvöldfréttum að sorglegt hefði verið að sjá hvalina liggja dauða í fjörunni.Nú er ekkert svo auðvelt að komast þarna að, hvað myndirðu ráðleggja þeim sem hefðu áhuga á að sjá þetta að hafa í huga?„Vera á vel búnum bílum og hafa leiðsögn.“Þá hafa fregnir af hvalrekanum ratað út fyrir landsteinana en fjallað er um málið á vef BBC í dag. Þar er rætt við David Schwarzhans, flugmanninn sem flaug þyrlu ferðamannanna í gær, og einnig vísað í mál Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, sjávarlíffræðings, sem áréttaði að grindhvalir væru hópdýr og því hefðu svo margir þeirra strandað í einu. BBC rifjar það einnig upp þegar 145 grindhvalir strönduðu á Stewart-eyju á Nýja-Sjálandi í nóvember í fyrra. Um helmingur hvalanna var þegar dauður þegar vegfarandi gekk fram á þá en hinn helmingurinn var aflífaður, þar sem of erfitt hefði verið að bjarga þeim. Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að hvalrekinn við Löngufjörur væri líklega sá stærsti hér á landi síðan árið 1986.
Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20
Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08