Telur að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á Efstadal II á sínum tíma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 17:00 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Baldur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir. Þrátt fyrir að ferðamaðurinn hafi smitast af bakteríunni eftir að gripið var til aðgerða telur Þórólfur að aðgerðirnar hafi verið innan marka og viðeigandi á þeim tíma. Það hafi vissulega komið til tals að loka Efstadal II en það sé mjög harkaleg aðgerð. Gripið var til róttækari og víðtækari aðgerða á Efstadal II til þess að hefta smit og smitleiðir E. coli-bakteríunnar á bænum. Var það gert í gær í kjölfar þess að bandaríski ferðamaðurinn greindist. „Og ég bind nú miklar vonir við að með þeim takist að stoppa þetta. Við verðum bara að bíða og sjá, það er ekki mikið annað sem við getum gert,“ segir Þórólfur. Hann segir að það geti verið erfitt að segja til um það hvaðan bakterían kemur nákvæmlega. Hún hefur greinst í saursýnum frá kálfum á bænum en bakterían er ekki eingöngu bundin við kálfana.Reynt að ná árangri með mildari aðgerðum „Það er einhver mengun einhvers staðar. Þetta er saurbaktería og kemur frá dýrum og það er einhver mengun einhvers staðar sem berst einhvern veginn ofan í fólk, upp í munn og ofan í maga sem veldur þessari sýkingu. Hvernig það gerist það nákvæmlega er erfitt að segja til um, hvaða matvæli eru það, hvers konar mengun, hvaða snerting hefur orðið. Eru það hendurnar á fólki, eru það hlutir eða er þetta eitthvað í matvælaframreiðslunni eða eitthvað slíkt? Það eru fjölmargir hlutir sem koma til greina og það getur verið ómögulegt að negla niður hvað er og svo geta fleiri hlutir en einn spilað þarna rullu,“ segir Þórólfur og bætir við að það þurfi svo lítið magn af bakteríunni til að valda veikindum.En telur Þórólfur að það hefði átt að grípa til róttækari aðgerða á staðnum strax? „Það er alltaf hægt að segja eitthvað svoleiðis eftir á. Menn töldu á þeim tíma að þetta væru viðeigandi ráðstafanir sem myndu skila árangri. Ef svo hefði verið þá hefðu allir sagt „Þetta var bara flott, það þurfti ekki að grípa til harðari aðgerða.“ En svo þegar það gerist ekki þá segja menn „Þetta var ekki nógu gott.“ Ég held að þetta hafi verið alveg innan marka og viðeigandi á þeim tíma. Svo þegar það kemur eitt nýtt tilfelli að þá eru menn snöggir að grípa til róttækari aðgerða til þess að stoppa þetta. Ég vona svo sannarlega að það skili árangri.“ Aðspurður hvort það hafi einhvern tímann komið til tals að loka Efstadal II segir Þórólfur svo vera. „Já, já, það er eitt af því sem menn hafa rætt en það er mjög harkaleg aðgerð gagnvart fólki sem er búið að eyða áratugum í að byggja þetta upp. Það eru mjög harðar aðgerðir þannig að menn reyna að ná árangri með mildari aðgerðum og ég held að það sé áfram haft að leiðarljósi að gera það,“ segir Þórólfur og heldur áfram: „Nei, ég held að það sé ekki hægt að segja að menn hafi ekki gripið til réttra aðgerða. Síðan hefur bara verið fylgst mjög náið vel með hverju þessar aðgerðir hafa skilað og það þarf að gera það áfram.“ Þrátt fyrir nýleg smit telur Þórólfur E. coli-faraldurinn í rénun. „Ég hef fulla trú á því þótt það hafi komið svona eitt tilfelli, þetta geta verið svona eftirhreytur. En ég hef fulla trú á því að þetta sé í rénun og við séum að sjá virkilegan árangur af því sem gert hefur verið.“ E.coli á Efstadal II Tengdar fréttir Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34 E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13 Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir. Þrátt fyrir að ferðamaðurinn hafi smitast af bakteríunni eftir að gripið var til aðgerða telur Þórólfur að aðgerðirnar hafi verið innan marka og viðeigandi á þeim tíma. Það hafi vissulega komið til tals að loka Efstadal II en það sé mjög harkaleg aðgerð. Gripið var til róttækari og víðtækari aðgerða á Efstadal II til þess að hefta smit og smitleiðir E. coli-bakteríunnar á bænum. Var það gert í gær í kjölfar þess að bandaríski ferðamaðurinn greindist. „Og ég bind nú miklar vonir við að með þeim takist að stoppa þetta. Við verðum bara að bíða og sjá, það er ekki mikið annað sem við getum gert,“ segir Þórólfur. Hann segir að það geti verið erfitt að segja til um það hvaðan bakterían kemur nákvæmlega. Hún hefur greinst í saursýnum frá kálfum á bænum en bakterían er ekki eingöngu bundin við kálfana.Reynt að ná árangri með mildari aðgerðum „Það er einhver mengun einhvers staðar. Þetta er saurbaktería og kemur frá dýrum og það er einhver mengun einhvers staðar sem berst einhvern veginn ofan í fólk, upp í munn og ofan í maga sem veldur þessari sýkingu. Hvernig það gerist það nákvæmlega er erfitt að segja til um, hvaða matvæli eru það, hvers konar mengun, hvaða snerting hefur orðið. Eru það hendurnar á fólki, eru það hlutir eða er þetta eitthvað í matvælaframreiðslunni eða eitthvað slíkt? Það eru fjölmargir hlutir sem koma til greina og það getur verið ómögulegt að negla niður hvað er og svo geta fleiri hlutir en einn spilað þarna rullu,“ segir Þórólfur og bætir við að það þurfi svo lítið magn af bakteríunni til að valda veikindum.En telur Þórólfur að það hefði átt að grípa til róttækari aðgerða á staðnum strax? „Það er alltaf hægt að segja eitthvað svoleiðis eftir á. Menn töldu á þeim tíma að þetta væru viðeigandi ráðstafanir sem myndu skila árangri. Ef svo hefði verið þá hefðu allir sagt „Þetta var bara flott, það þurfti ekki að grípa til harðari aðgerða.“ En svo þegar það gerist ekki þá segja menn „Þetta var ekki nógu gott.“ Ég held að þetta hafi verið alveg innan marka og viðeigandi á þeim tíma. Svo þegar það kemur eitt nýtt tilfelli að þá eru menn snöggir að grípa til róttækari aðgerða til þess að stoppa þetta. Ég vona svo sannarlega að það skili árangri.“ Aðspurður hvort það hafi einhvern tímann komið til tals að loka Efstadal II segir Þórólfur svo vera. „Já, já, það er eitt af því sem menn hafa rætt en það er mjög harkaleg aðgerð gagnvart fólki sem er búið að eyða áratugum í að byggja þetta upp. Það eru mjög harðar aðgerðir þannig að menn reyna að ná árangri með mildari aðgerðum og ég held að það sé áfram haft að leiðarljósi að gera það,“ segir Þórólfur og heldur áfram: „Nei, ég held að það sé ekki hægt að segja að menn hafi ekki gripið til réttra aðgerða. Síðan hefur bara verið fylgst mjög náið vel með hverju þessar aðgerðir hafa skilað og það þarf að gera það áfram.“ Þrátt fyrir nýleg smit telur Þórólfur E. coli-faraldurinn í rénun. „Ég hef fulla trú á því þótt það hafi komið svona eitt tilfelli, þetta geta verið svona eftirhreytur. En ég hef fulla trú á því að þetta sé í rénun og við séum að sjá virkilegan árangur af því sem gert hefur verið.“
E.coli á Efstadal II Tengdar fréttir Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34 E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13 Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34
E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13
Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35