Innlent

Fisvél hlekktist á í flugtaki á Rifi

Kjartan Kjartansson skrifar
Slysið átti sér stað á flugvellinum á Rifi á vestanverðu Snæfellsnesi.
Slysið átti sér stað á flugvellinum á Rifi á vestanverðu Snæfellsnesi. Map.is
Engan sakaði alvarlega þegar fisflugvél hlekktist á í flugtaki á flugvellinum á Rifi á Snæfellsnesi í dag. Tveir menn voru í vélinni sem hafnaði utan flugbrautarinnar. Vélin er sögð nokkuð löskuð eftir óhappið.Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs Snæfellsbæjar sem var kallað til vegna óhappsins kom upp smávægilegur bensínleki en allt hafi farið vel. Mennina hafa ekki sakað þegar vélin endaði utan flugbrautarinnar úti í móa.Mbl.is segir að annar mannanna sem voru í vélinni hafi verið fluttur á heilsugæslu með minniháttar áverka. Flugmaðurinn sé reyndur ferjuflugmaður. Vélin hafi misst afl og brotlent þegar hún var komin nokkra metrið upp í loftið við flugtak.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.