Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2019 12:30 Forsætisráðherra hugnast ekki hugmyndir um einkavæðingu Íslandspósts. visir/vilhelm Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Hún segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt, en málefnið hafi fallið á milli ráðuneyta í gegnum árin. Forsætisráðherra segir að breiður pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. Hún segir málið stórt hagsmunamál. „Ég held þetta sé ekki bara tilfinningamál af því að eignarhald á landi tengist vissulega fullveldishagsmunum og það tengist því líka að í íslenskri löggjöf jafngildir eign á landi eign á auðlindum líka. Hvort sem við erum að tala um jarðhita eða grunnvatn eða hvað sem er. Þannig að þetta er risastórt hagsmunamál fyrir Ísland samfélag. Við megum ekki horfa fram hjá því að það er gríðarlegt kapphlaup í heiminum um eignarhald á jarðnæði og auðlindum. Mér finnst umræðan vera að breytast og ég hef sagt það. Mér finnst vera að myndast ríkari pólitískur vilji til að skoða þessi mál. Hún segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt. „En síðan eru ýmis tæki og tól til að hafa betri stýringu á því hvernig landið er nýtt og hvernig eignarhaldi er háttað. Við erum t.d. ekki með í lögum núna ákvæði um forkaupsrétt sveitarfélaga sem áður var í lögum ef til að mynda jörð er seld og það eru hagsmunir sveitarfélagsins að hún haldist í einhverri tiltekinni nýtingu, þá eru þau ákvæði farin út,“ Þá sé búið að fela sérfræðingi það verkefni að gera tillögur að lagabreytingum sem muni verða lögð fyrir Alþingi næsta vetur en undanfarið ár hefur starfshópur unnið að skýrslu um málið. „Ég held að málið hafi liðið fyrir það að það heyri undir mörg ráðuneyti. Ég held að við eigum að horfa á þetta núna heildstætt og skoða hvað önnur ríki hafa gert, ekki síst ríkin í kringum okkur þar sem eru miklu skýrari ákvæði um heimilisfesti, búsetuskyldu, tiltekna nýtingu, forkaupsrétt og fleira. Sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Alþingi Jarðakaup útlendinga Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Hún segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt, en málefnið hafi fallið á milli ráðuneyta í gegnum árin. Forsætisráðherra segir að breiður pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. Hún segir málið stórt hagsmunamál. „Ég held þetta sé ekki bara tilfinningamál af því að eignarhald á landi tengist vissulega fullveldishagsmunum og það tengist því líka að í íslenskri löggjöf jafngildir eign á landi eign á auðlindum líka. Hvort sem við erum að tala um jarðhita eða grunnvatn eða hvað sem er. Þannig að þetta er risastórt hagsmunamál fyrir Ísland samfélag. Við megum ekki horfa fram hjá því að það er gríðarlegt kapphlaup í heiminum um eignarhald á jarðnæði og auðlindum. Mér finnst umræðan vera að breytast og ég hef sagt það. Mér finnst vera að myndast ríkari pólitískur vilji til að skoða þessi mál. Hún segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt. „En síðan eru ýmis tæki og tól til að hafa betri stýringu á því hvernig landið er nýtt og hvernig eignarhaldi er háttað. Við erum t.d. ekki með í lögum núna ákvæði um forkaupsrétt sveitarfélaga sem áður var í lögum ef til að mynda jörð er seld og það eru hagsmunir sveitarfélagsins að hún haldist í einhverri tiltekinni nýtingu, þá eru þau ákvæði farin út,“ Þá sé búið að fela sérfræðingi það verkefni að gera tillögur að lagabreytingum sem muni verða lögð fyrir Alþingi næsta vetur en undanfarið ár hefur starfshópur unnið að skýrslu um málið. „Ég held að málið hafi liðið fyrir það að það heyri undir mörg ráðuneyti. Ég held að við eigum að horfa á þetta núna heildstætt og skoða hvað önnur ríki hafa gert, ekki síst ríkin í kringum okkur þar sem eru miklu skýrari ákvæði um heimilisfesti, búsetuskyldu, tiltekna nýtingu, forkaupsrétt og fleira. Sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Alþingi Jarðakaup útlendinga Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent