Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2019 12:30 Forsætisráðherra hugnast ekki hugmyndir um einkavæðingu Íslandspósts. visir/vilhelm Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Hún segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt, en málefnið hafi fallið á milli ráðuneyta í gegnum árin. Forsætisráðherra segir að breiður pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. Hún segir málið stórt hagsmunamál. „Ég held þetta sé ekki bara tilfinningamál af því að eignarhald á landi tengist vissulega fullveldishagsmunum og það tengist því líka að í íslenskri löggjöf jafngildir eign á landi eign á auðlindum líka. Hvort sem við erum að tala um jarðhita eða grunnvatn eða hvað sem er. Þannig að þetta er risastórt hagsmunamál fyrir Ísland samfélag. Við megum ekki horfa fram hjá því að það er gríðarlegt kapphlaup í heiminum um eignarhald á jarðnæði og auðlindum. Mér finnst umræðan vera að breytast og ég hef sagt það. Mér finnst vera að myndast ríkari pólitískur vilji til að skoða þessi mál. Hún segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt. „En síðan eru ýmis tæki og tól til að hafa betri stýringu á því hvernig landið er nýtt og hvernig eignarhaldi er háttað. Við erum t.d. ekki með í lögum núna ákvæði um forkaupsrétt sveitarfélaga sem áður var í lögum ef til að mynda jörð er seld og það eru hagsmunir sveitarfélagsins að hún haldist í einhverri tiltekinni nýtingu, þá eru þau ákvæði farin út,“ Þá sé búið að fela sérfræðingi það verkefni að gera tillögur að lagabreytingum sem muni verða lögð fyrir Alþingi næsta vetur en undanfarið ár hefur starfshópur unnið að skýrslu um málið. „Ég held að málið hafi liðið fyrir það að það heyri undir mörg ráðuneyti. Ég held að við eigum að horfa á þetta núna heildstætt og skoða hvað önnur ríki hafa gert, ekki síst ríkin í kringum okkur þar sem eru miklu skýrari ákvæði um heimilisfesti, búsetuskyldu, tiltekna nýtingu, forkaupsrétt og fleira. Sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Alþingi Jarðakaup útlendinga Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Hún segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt, en málefnið hafi fallið á milli ráðuneyta í gegnum árin. Forsætisráðherra segir að breiður pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. Hún segir málið stórt hagsmunamál. „Ég held þetta sé ekki bara tilfinningamál af því að eignarhald á landi tengist vissulega fullveldishagsmunum og það tengist því líka að í íslenskri löggjöf jafngildir eign á landi eign á auðlindum líka. Hvort sem við erum að tala um jarðhita eða grunnvatn eða hvað sem er. Þannig að þetta er risastórt hagsmunamál fyrir Ísland samfélag. Við megum ekki horfa fram hjá því að það er gríðarlegt kapphlaup í heiminum um eignarhald á jarðnæði og auðlindum. Mér finnst umræðan vera að breytast og ég hef sagt það. Mér finnst vera að myndast ríkari pólitískur vilji til að skoða þessi mál. Hún segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt. „En síðan eru ýmis tæki og tól til að hafa betri stýringu á því hvernig landið er nýtt og hvernig eignarhaldi er háttað. Við erum t.d. ekki með í lögum núna ákvæði um forkaupsrétt sveitarfélaga sem áður var í lögum ef til að mynda jörð er seld og það eru hagsmunir sveitarfélagsins að hún haldist í einhverri tiltekinni nýtingu, þá eru þau ákvæði farin út,“ Þá sé búið að fela sérfræðingi það verkefni að gera tillögur að lagabreytingum sem muni verða lögð fyrir Alþingi næsta vetur en undanfarið ár hefur starfshópur unnið að skýrslu um málið. „Ég held að málið hafi liðið fyrir það að það heyri undir mörg ráðuneyti. Ég held að við eigum að horfa á þetta núna heildstætt og skoða hvað önnur ríki hafa gert, ekki síst ríkin í kringum okkur þar sem eru miklu skýrari ákvæði um heimilisfesti, búsetuskyldu, tiltekna nýtingu, forkaupsrétt og fleira. Sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Alþingi Jarðakaup útlendinga Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira