Fleiri fréttir

Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum

Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum.

Segir laun forstjórans hneyksli

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir það hneyksli að fyrrverandi forstjóri Félagsbústaða hafi verið með 1,6 milljónir króna í mánaðarlaun.

Breyting ógnar kvikmyndagerð

Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna, segir fyrir­hugaðar lagabreytingar á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar neikvæðar.

Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf

Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi.

Skipt um gírkassa og snúningsmótor í þyrlu Landhelgisgæslunnar

Landhelgisgæslan ætlar að láta skipta um gírkassa og snúningsmótor í nýlegri þyrlu sinni vegna málmagna sem hafa greinst í olíu hennar. Tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni segir óheppni að þetta komi upp svo stuttu eftir að þyrlan kom til landsins. Viðgerðin sé hluti af reglubundnu viðhaldi í samstarfi við framleiðanda.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Aðeins ein þyrla landhelgisgæslunnar er í nothæfu ástandi, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra boðar hertar reglur um landkaup auðmanna og óbreytt magn matarsóunar endar í landfyllingu, þrátt fyrir aukna umræðu. Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.