Innlent

Björgunarsveitir sækja slasaðan göngumann

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Björgunarsveitarfólk er nú á leiðinni upp Fimmvörðuháls til þess að sækja slasaðan göngumann.
Björgunarsveitarfólk er nú á leiðinni upp Fimmvörðuháls til þess að sækja slasaðan göngumann. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út rétt eftir klukkan þrjú í dag vegna göngumanns á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls sem er slasaður á fæti. Maðurinn er staddur ofarlega á Morinsheiði við Heljarkamb og hjá honum er samferðafólk. 

Björgunarsveitafólk er nú á leiðinni upp Fimmvörðuháls til að huga að manninum, en mögulega þarf að bera hann niður gönguleiðina eða upp á hálsinn til móts við sexhjól að því fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Aðstæður til burðar á sjúklingum á þessum slóðum geta verið erfiðar þar sem gönguleiðin liggur um kletta og bratta hryggi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.