Innlent

Björgunarsveitir sækja slasaðan göngumann

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Björgunarsveitarfólk er nú á leiðinni upp Fimmvörðuháls til þess að sækja slasaðan göngumann.
Björgunarsveitarfólk er nú á leiðinni upp Fimmvörðuháls til þess að sækja slasaðan göngumann. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út rétt eftir klukkan þrjú í dag vegna göngumanns á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls sem er slasaður á fæti. Maðurinn er staddur ofarlega á Morinsheiði við Heljarkamb og hjá honum er samferðafólk. Björgunarsveitafólk er nú á leiðinni upp Fimmvörðuháls til að huga að manninum, en mögulega þarf að bera hann niður gönguleiðina eða upp á hálsinn til móts við sexhjól að því fram kemur í tilkynningu frá félaginu.Aðstæður til burðar á sjúklingum á þessum slóðum geta verið erfiðar þar sem gönguleiðin liggur um kletta og bratta hryggi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.