Innlent

Umferðarteppa niður Kambana

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bíll við bíl niður Kambana um kvöldmatarleytið.
Bíll við bíl niður Kambana um kvöldmatarleytið. Mynd/Aðsend
Tafir hafa orðið á umferð niður Kambana fyrir ofan Hveragerði í dag vegna malbikunar á Hellisheiði í vesturátt. Mynd, sem barst fréttastofu skömmu eftir klukkan sjö, má sjá að bílaröðin var nokkuð þétt niður að Hveragerði nú um kvöldmatarleytið.Í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun segir að malbikað verði á Hellisheiði fram á miðnætti annað kvöld. Veginum er þannig lokað til vesturs frá Hveragerði að Hellisheiðarvirkjun en hjáleið er um Þrengslin. Hins vegar er opið fyrir umferð til austurs.Fréttastofa hefur ekki náð í lögreglu á Suðurlandi í kvöld en RÚV hefur eftir lögreglu að lögreglumenn séu á vettvangi að stjórna umferð.Uppfært klukkan 20:53:

Í tilkynningu frá malbikunarstöðinni Hlaðbæ Colas, sem sér um malbikun á Hellisheiði, segir að framkvæmdir gangi afar vel. Því sé áætlað að malbikun ljúki í nótt um klukkan fjögur og verður heiðin opin til austurs og vesturs á morgun, laugardag 20. júlí.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.