Innlent

Umferðarteppa niður Kambana

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bíll við bíl niður Kambana um kvöldmatarleytið.
Bíll við bíl niður Kambana um kvöldmatarleytið. Mynd/Aðsend

Tafir hafa orðið á umferð niður Kambana fyrir ofan Hveragerði í dag vegna malbikunar á Hellisheiði í vesturátt. Mynd, sem barst fréttastofu skömmu eftir klukkan sjö, má sjá að bílaröðin var nokkuð þétt niður að Hveragerði nú um kvöldmatarleytið.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun segir að malbikað verði á Hellisheiði fram á miðnætti annað kvöld. Veginum er þannig lokað til vesturs frá Hveragerði að Hellisheiðarvirkjun en hjáleið er um Þrengslin. Hins vegar er opið fyrir umferð til austurs.

Fréttastofa hefur ekki náð í lögreglu á Suðurlandi í kvöld en RÚV hefur eftir lögreglu að lögreglumenn séu á vettvangi að stjórna umferð.

Uppfært klukkan 20:53:
Í tilkynningu frá malbikunarstöðinni Hlaðbæ Colas, sem sér um malbikun á Hellisheiði, segir að framkvæmdir gangi afar vel. Því sé áætlað að malbikun ljúki í nótt um klukkan fjögur og verður heiðin opin til austurs og vesturs á morgun, laugardag 20. júlí.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.