Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við talsmann hluta landeiganda að Seljanesi við Ingólfsfjörð sem segir að stór hluti vegaframkvæmda sem gera eigi í tengslum við Hvalárvirkjun sé á einkalandi fjölskyldu hans. Hann segir landeigendur íhuga að fara með málið lengra og leita réttar síns. Umhverfisverndarsinni sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar íhuga að fara á svæðið og mótmæla framkvæmdum.

Þá fjöllum við um ástandið í deilu Breta og Írana eftir að þeir síðarnefndu hertóku olíuflutningaskip í minni Persaflóa í gær.

Við segjum ykkur einnig frá ófremdarástandi hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna fjárskorts en lögmaður sem sérhæfir sig í persónurétti segir kerfið halda fólki í gíslingu vegna þeirrar löngu biðar sem hefur skapast á úrvinnslu mála hjá fjölskyldusviði.

Við kíkjum einnig á götubitahátíð sem haldin var í fyrsta skipti hér á landi í dag.

Þetta og meira til í kvöldfréttum, á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×