Innlent

Segir að Vesturverk hafi heimild til að gera úrbætur á vegi sem liggur um Seljanes

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Birna Lárusdóttir er upplýsingafulltrúi Vesturverks.
Birna Lárusdóttir er upplýsingafulltrúi Vesturverks. Stöð 2
Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir að fyrir hendi sé heimild til að gera úrbætur á vegi sem liggur í gegnum Seljanes vegna fyrirhugaðra framkvæmda Hvalárvirkjunar. Vegurinn sé landvegur en um slíka vegi er fjallað um í vegalögum.

Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær greindum við frá því að talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi íhugi að leita réttar síns vegna fyrirhugaðra framkvæmda Hvalárvirkjunar þar sem hann segir veg, sem gera á útbætur á, liggja í gegnum einkalóð fjölskyldu hans.

Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir fyrirtækið hafa heimild til að gera úrbætur á veginum.

„Samkvæmt þeim samningi sem Vesturverk hefur gert við Vegagerðina þá erum við veghaldarar á þessum vegi og höfum heimild til að framkvæma og lagfæra sex metrum sitt hvorum megin við vegstæðið og það er í rauninni bara það verkefni sem við erum að ráðast í, minni háttar lagfæringar á veginum sem fyrir er,“ sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks.

Þá hafi vegurinn verið gerður að landvegi í kring um árið 2004.

„Og eftir það er lýtur hann bara sömu reglum og aðrir landvegir,“ sagði Birna.

Hún segir lagfæringar á veginum minniháttar og því bragarbót á þeim vegi sem fyrir er.

„Ég held að landeigendur að Seljanesi þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að við séum að taka undir okkur neitt meira en vegurinn gerir í raun í dag. Þetta eru fyrst og fremst vegbætur. Vesturverki er auðvitað mjög í mun að fylgja öllum þeim lögum og reglum og ferlum sem gilda um framkvæmdir af þessum toga. Við höfum gert það til þessa og munum gera það áfram,“ Sagði Birna.

Svæði við Hvalárósa.Mynd/Tómas Guðbjartsson

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×