Vill sjá Icelandair gefa flugfarþegum afslátt sem ferðast með leiguflugvélum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2019 20:00 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar kvartanir frá fólki sem keypti flug með Icelandair en fékk ekki þjónustuna sem greitt var fyrir. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir málið afar leiðinlegt en það sprettur af vanda sem skapaðist þegar kyrrsettar voru Boeing 737 MAX vélar flugfélagsins og taka þurfti í notkun leiguvélar.Markaðssetning Icelandair hefur löngum verið á þennan veg sem sést í myndbandinu hér að ofan. Flugfélagið gefur sig út fyrir að vera flugfélag þæginda þar sem nægt fótapláss er til staðar og afþreying á borð við sjónvarp í öllum vélum. Eins og staðan er núna er raunin ekki sú í öllum flugferðum á vegum félagsins en í kjölfar kyrrsetningar Boeing MAX vélanna þurfti Icelandair að taka í notkun leiguflugvélar. „Það sem við þurftum að taka ákvörðun um var hvort við ætluðum bara einfaldlega að fella niður flugin og endurgreiða þeim farþegum sem höfðu keypt sér flug, eða eins og við auðvitað viljum, standa við skuldbindingar okkar og koma farþegum á leiðarenda,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Ljóst er að leiguvélarnar bjóða ekki upp á þægindin sem markaðssetning félagsins gengur út á en Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar ábendingar frá neytendum sem keypt hafa flug á fullu verði en ekki fengið þægindin sem greitt var fyrir, þar sem sama verð er rukkað fyrir flugferð með flugvélum Icelandair og ferðum með leiguflugvél. „Alla vega miðað við markaðssetningu Icelandair þá hafa þeir verið að staðsetja sig á þægindaskalanum. Þegar þú kemur svo um borð í einhver flug þá ertu alls ekki að fá það sem auglýst er,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. „Okkur þykir mjög leiðinlegt að geta ekki uppfyllt væntingar allra viðskiptavina og það er bara engin spurning um það. Við myndum vilja vera að afhenda vöruna nákvæmlega eins og hefur verði hingað til, en þetta er staðan og þetta er í rauninni það allra besta sem við getum gert,“ sagði Birna Ósk.Birna Ósk Einarsdóttir er framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT„Ég myndi vilja sjá Icelandair koma til móts við flugfarþega sína og þegar þeir ná ekki að veita þá þjónustu sem þeir lofa með auglýsingum sínum eða öðru slíku, að þeir veiti þá afslátt eða komi til móts við farþegana á einhvern annan hátt,“ sagði Breki. Þó hefur verið reynt að bregðast við vandanum með því t.d. að setja dreifikerfi í leiguflugvélarnar sem farþegar geti notað í eigin snjalltækjum. Þá segir Birna að ekki hafi verið rætt um að bjóða farþegum leiguflugvéla lægra verð. „Við höfum ekki farið út í að ræða það. Nú erum við bara að ganga út frá þessu grundvallaratriði að við ætlum að koma öllum á leiðarenda og hver einasti dagur fer í að uppfylla það loforð,“ sagði Birna Ósk. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar kvartanir frá fólki sem keypti flug með Icelandair en fékk ekki þjónustuna sem greitt var fyrir. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir málið afar leiðinlegt en það sprettur af vanda sem skapaðist þegar kyrrsettar voru Boeing 737 MAX vélar flugfélagsins og taka þurfti í notkun leiguvélar.Markaðssetning Icelandair hefur löngum verið á þennan veg sem sést í myndbandinu hér að ofan. Flugfélagið gefur sig út fyrir að vera flugfélag þæginda þar sem nægt fótapláss er til staðar og afþreying á borð við sjónvarp í öllum vélum. Eins og staðan er núna er raunin ekki sú í öllum flugferðum á vegum félagsins en í kjölfar kyrrsetningar Boeing MAX vélanna þurfti Icelandair að taka í notkun leiguflugvélar. „Það sem við þurftum að taka ákvörðun um var hvort við ætluðum bara einfaldlega að fella niður flugin og endurgreiða þeim farþegum sem höfðu keypt sér flug, eða eins og við auðvitað viljum, standa við skuldbindingar okkar og koma farþegum á leiðarenda,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Ljóst er að leiguvélarnar bjóða ekki upp á þægindin sem markaðssetning félagsins gengur út á en Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar ábendingar frá neytendum sem keypt hafa flug á fullu verði en ekki fengið þægindin sem greitt var fyrir, þar sem sama verð er rukkað fyrir flugferð með flugvélum Icelandair og ferðum með leiguflugvél. „Alla vega miðað við markaðssetningu Icelandair þá hafa þeir verið að staðsetja sig á þægindaskalanum. Þegar þú kemur svo um borð í einhver flug þá ertu alls ekki að fá það sem auglýst er,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. „Okkur þykir mjög leiðinlegt að geta ekki uppfyllt væntingar allra viðskiptavina og það er bara engin spurning um það. Við myndum vilja vera að afhenda vöruna nákvæmlega eins og hefur verði hingað til, en þetta er staðan og þetta er í rauninni það allra besta sem við getum gert,“ sagði Birna Ósk.Birna Ósk Einarsdóttir er framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT„Ég myndi vilja sjá Icelandair koma til móts við flugfarþega sína og þegar þeir ná ekki að veita þá þjónustu sem þeir lofa með auglýsingum sínum eða öðru slíku, að þeir veiti þá afslátt eða komi til móts við farþegana á einhvern annan hátt,“ sagði Breki. Þó hefur verið reynt að bregðast við vandanum með því t.d. að setja dreifikerfi í leiguflugvélarnar sem farþegar geti notað í eigin snjalltækjum. Þá segir Birna að ekki hafi verið rætt um að bjóða farþegum leiguflugvéla lægra verð. „Við höfum ekki farið út í að ræða það. Nú erum við bara að ganga út frá þessu grundvallaratriði að við ætlum að koma öllum á leiðarenda og hver einasti dagur fer í að uppfylla það loforð,“ sagði Birna Ósk.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira