Innlent

Spáir litlum breytingum í veðri

Kjartan Kjartansson skrifar
Í höfuðborginni er gert ráð fyrir 11-16 stiga hita, skýjuðu með köflum og síðdegisskúrum.
Í höfuðborginni er gert ráð fyrir 11-16 stiga hita, skýjuðu með köflum og síðdegisskúrum. Vísir/Hanna

Norðaustlæg átt verður áfram ríkjandi á landinu í dag og eru víða sagðar líkur á síðdegisskúrum. Á austanverðu landinu þar sem er rigning og súld á að draga úr úrkomu á morgun en annars er litlum breytingum spáð á veðrinu.

Lægðasvæði fyrir suðaustan og austan landið veldur norðaustlægri átt um 3-10 metrum á sekúndu í dag, samkvæmt spá Veðurstofunnar. Á Breiðafirði og Vestfjörðum er gert ráð fyrir björtu veðri en í öðrum landshlutum eru líkur á síðdegisskúrum. Hitinn á að vera á bilinu 8 til 18 stig, hlýjast vestantil en svalast við austurströndina og á annesjum norðanlands.

Áframhaldandi norðaustanátt er spáð á þriðjudag, skýjuðu og þurru veðri á norðanverðu landinu en síðdegisskúrum á við og dreif syðra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.