Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við við forstjóra Isavia vegna flugvélar ALC flugvélaleigunnar sem flaug af landi brott í dag. Hann segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu og að mögulega þurfi að afskrifa skuldina. Rekstur Isavia verði í járnum ef það verði gertVið greinum einnig frá því að fleiri tilfelli hafi fundist af E.coli-bakteríunni sem kom upp á Efstadal II. Settar hafa verið fram auknar kröfur um úrbætur á staðnum en takist ekki að rjúfa smitleiðina með alþrifum á staðnum kemur til greina að loka Efstadal II tímabundið að mati framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.Þá skoðum við aðstæður í Löngufjörum þar sem tugir grinhvala ráku á land en ekki er búist við að aðhafst verði vegna urðunar þeirra. Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi klukkan 18:30.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.