Fleiri fréttir

Öll helstu skíðasvæði opin

Öll helstu skíðasvæði eru opin í dag en í Bláfjöllum verður opið frá 10-17. Nokkuð hefur bætt í vind en þó sérstaklega á toppnum.

Dæmi um alvarleg áhrif gasmengunar á heilsu

Bæði jarðvísindamenn og þeir sem sinnt hafa gæslu hafa orðið fyrir alvarlegum heilsufarsáhrifum vegna gasmengunar við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Sóttvarnalæknir merkir aukningu á ýmsum einkennum víða um land eftir að gosið hófst.

Nýtt og stórkostlegt líf

Síðustu ár hefur lítið farið fyrir Siv Friðleifsdóttur. Nú fer hún fyrir velferðarvaktinni sem vinnur gegn sárafátækt á Íslandi. Hún er ekki upptekin af fortíðinni og nýtur sín í ömmuhlutverkinu.

Staðinn að því að skemma lögreglubifreið

Lögreglan hafði í nógu að snúast á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í gærkvöldi en nokkrir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur eða undir áhrifum fíkniefna.

Lokahnykkur í hönnun hafinn

Borgarráð hefur samþykkt að hafin verði fullnaðarhönnun á stækkun Sundhallarinnar í Reykjavík. Koma á fyrir 25 metra útilaug ásamt pottum utan við nýja viðbyggingu sunnan Sundhallarinnar. Áætlaður heildarkostnaður við mannvirkin er 1.520 milljónir króna.

Reykjavík stefnir Kópavogi vegna afréttar

Reykjavíkurborg hefur stefnt Kópavogsbæ og krafist þess að dómstólar viðurkenni að Reykjavík en ekki Kópavogur fari með lögsögu í afrétti Seltjarnarneshrepps hins forna undir Bláfjöllum.

Byggð loks að rísa á svæði Gusts

"Ég er þess fullviss að Glaðheimahverfið verður eftirsótt fyrir fjölskyldufólk strax frá fyrsta degi,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Í Glaðheimum var áður hesthúsabyggð Gusts sem verktakar keyptu upp á árunum 2005 og 2006. Kópavogsbær keypti landið fyrir 3,3 milljarða króna í maí 2006.

Unnið út í eitt í símaveri Strætó

Vinnudagar starfsfólks í símaveri Strætó eru langir eftir að fyrirtækið tók við rekstri Ferðaþjónustu fatlaðra. Sviðsstjóri segir umræðuna hafa verið ósanngjarna.

Vildi afneita uppruna sínum

Ahd Tamimi fæddist í Jerúsalem og flúði til Íslands fjögurra ára gamall með fjölskyldu sinni. Í kjölfar hryðjuverkaárásar á tvíburaturnanna í New York var hann lagður í gróft einelti sem hann er enn að vinna úr. Á svipuðum tíma var Ahd að uppgötva samkynhneigð sína.

Grafinn í flóðinu í sólarhring

20 ár eru liðin frá snjóflóðunum í Súðavík, þar sem fjórtán létu lífið. 10 ára drengur, Tomasz Þór Veruson, grófst undir flóðinu en var bjargað fyrir kraftaverk nærri sólarhring seinna, hafði búið í þorpinu í tvö ár þegar hamfarirnar urðu.

Unnu 2.773 tíma í yfirvinnu

Sorphirða í Reykjavík er að færast í eðlilegt horf eftir að hafa gengið úr skorðum í desember. „Veður og færð munu skera úr um hvenær verður búið að ná upp seinkuninni,“ segir í svari Eygerðar Margrétardóttur, deildarstjóra umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá borginni, við fyrirspurn í umhverfis- og skipulagsráði.

Sjá næstu 50 fréttir