Innlent

Búið að opna veginn um Eyrarhlíð eftir snjóflóð

Birgir Olgeirsson skrifar
Úr safni/Hafþór
Búið er að opna veginn um Eyrarhlíð, á milli Ísafjarðar og Hnífsdals, eftir að snjóflóð féll á hann fyrr í dag. Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum var þetta snjóflóð í minni kantinum og urðu engin slys á fólki.

Enn er óvissustig á reit 9, Grænagarði, á Ísafirði vegna snjóflóðahættu en þar ekki í íbúabyggð. Þá er Flateyrarvegur, um Hvilftarströnd í Önundarfirði, enn lokaður vegna snjóflóðs sem féll á hann fyrr í morgun. Einnig er vegurinn um Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð, á milli Súðavíkur og Ísafjarðar, lokaður vegna snjóflóðahættu en snjóflóð féll á veginn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×