Innlent

Farinn á Herðubreið: Björgvin hættir sem sveitastjóri Ásahrepps

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Björgvin fellur frá launum í uppsagnarfresti gegn því að starfslok eigi sér stað nú"
„Björgvin fellur frá launum í uppsagnarfresti gegn því að starfslok eigi sér stað nú" vísir/stefán
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hefur látið af störfum sem sveitarstjóri Ásahrepps en þetta kemur fram á heimasíðu Ásahrepps. Björgvin var skipaður sveitastjóri síðasta sumar.Á síðunni segir að samkomulag hafi verið gert um starfslok Björgvins sem báðir aðilar séu ásáttir um. „Björgvin fellur frá launum í uppsagnarfresti gegn því að starfslok eigi sér stað nú, og því var það sameiginleg niðurstaða hans og sveitarstjórnar að samstarfinu lyki nú.“Kjarninn greindi fyrst frá málinu. Egill Sigurðsson, oddviti  Ásahrepps, segir þetta hafi verið niðurstöðu beggja aðila. “Það eru vonbrigði að samstarfið hafi ekki orðið lengra, en það er sameiginleg niðurstaða okkar og Björgvins að því lyki nú,” segir Egill.Björgvin segir að hann hætti nú þakklátur fyrir skemmtilegan tíma. “Nú sný ég mér að öðrum verkefnum,” segir Björgvin.Björgvin hefur verið ráðinn annar ritstjóri fjölmiðilsins Herðubreiðar.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.