Innlent

Lögreglan leitar að þessum manni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skjáskot úr myndbandi lögreglu.
Skjáskot úr myndbandi lögreglu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum í myndskeiðinu að neðan vegna máls sem hún hefur til rannsóknar. Hvorki kemur fram hvernig maðurinn tengist málinu eða hvaða mál lögreglan hefur til rannsóknar. 

Lögreglan biður manninn vinsamlegast um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík í síma 444-1000.

Ef einhverjir þekkja til mannsins, eða vita hvar hann er að finna, eru hinir sömu einnig beðnir um að hringja í lögregluna, eða senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið hakon@lrh.is.

Uppfært klukkan 13:15

Talið er að maðurinn tengist þjófnaði á málverki Sigrúnar Sigurðardóttir í Domus Medica sem Vísir fjallaði um í morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×